Engin manneskja er eins í öllum heiminum! Við erum öll einstök og höfum mismunandi gen og genaafbrigði. Þessi afbrigði koma til vegna þróunar, stundum vegna stökkbreytingar og sumir þættir eins og hvað þú borðar, hversu mikið þú sefur og hvernig þú tekst á við stress, getur haft áhrif á þessi gena afbrigði og kveikt á þeim (á slæman og góðan hátt).

Ef þú misstir af síðasta fréttabréfi þá var ég með kynningu á þessu viðfangsefni og getur þú lesið um það hér áður en þú heldur áfram.

Þú ert með yfir 24 þúsund gen í líkamanum þínum, mörg þeirra eru mikilvæg þegar kemur að því að vinna gegn sjúkdómum, vera heilsuhraust yfir ævina og líða vel. Sum þeirra eru mikilvægari en önnur og mun ég nefna 4 hér að neðan sem að eru partur af þeim og hvað þú getur gert til þess að tjáningin þeirra sé þér til hagsbóta.

 

1. Methylation Gene (Methylenetetrahydrofolate reductase (MTHFR) gene

Þetta gen hefur það mikilvægi hlutverk að búa til ensím sem styður við að vinna úr vítamíninu B9 og amínósýrum. Það hjálpar einnig líkamanum við að vinnu úr áfengi.

Fyrir þá sem eru með slæmt afbrigði af þessu geni ættu að borða mjög fólin sýru ríkan mat, ef þú innbyrgðir ekki nóg, gæti það aukið líkur á þunglyndi, háum blóðþrýsting, hjartasjúkdómum, heilablóðfalli og krabbameins.

Matur sem er hár í fólin sýru er meðal annars: grænt grænmeti, sítrusávextir, avokadó, linsubaunir, baunir, hnetur og hrísgrjón m.a.

 

2. Alzheimer´s and bad heart gene (Apolipoprotein E gene)

Þetta gen hefur það hlutverk að búa til lípóprótein sem bindur sig við fitu og flytur kólesteról í blóðinu og heila.

Ef fólk er með “kveikt” á slæmu útgáfunni af þessu geni (APOE4) vinna þau ekki eins vel úr kólesteróli sem leiðir til hás magns af LDL kólesteróli (þessu slæma) í blóðinu. Konur með þetta gen hafa þrefalt hærri líkur á að þróa með sér Alzheimer.

Þegar betri útgáfan af geninu er ráðandi (APOE2 og APOE3) minnkar þú líkur á hjartaáfalli, heilablóðfalli og Alzheimer, og getur aukið líkurnar á að virkja þau með því að borða bólguhamlandi mat, hreyfa þig reglulega, halda blóðsykrinum í jafnvægi og ná góðum svefni daglega.

3. Clock Gene

Það hefur það hlutverk að stýra líffræðilegri hringrás svefns og vöku eða þinni svokölluðu “innri klukku”. Ef þú ert með slæmt afbrigði af þessu geni ertu með hærri hlutfall af ghrelin í blóðinu, en það er hormón sem gerir þig svanga og berst á móti þyngdartapi.

Til þess að vinna á móti þessu er mikilvægt að þú sofnir og vaknir á svipuðum tíma daglega og fáir nægan svefn á hverri nóttu. 7-9 tímar er yfirleitt þumalputtareglan og er það einstaklingsbundið hversu mikinn svefn þú þarft, þú finnur það best sjálf.

 

4. Fatso Gene (Fat mass and obesity associated (FTO) gene

Það tengist líkamsþyngdarstuðlinum þínum (BMI) og eykur áhættuna á að þú þróir með þér sykursýki og offitu. Ef þetta gen er virkt hjá þér getur hormónið leptin verið í ójafnvægi, en það stýrir því hvenær þú finnur fyrir seddu og upplifir þú þá meiri svengd en eðlilegt þykir.

Til þess að vinna gegn þessu er mælt með að þú hreyfir þig reglulega og borðir mataræði sem er trefjamikið og ekki of hátt í kolvetnum (þá sérstaklega þessum einföldu hvítu).

 

Þetta snýst því allt um að skapa sér góðar heilbrigðar venjur, vera meðvitaður um að gefa líkama sínum hollan mat sem nærir þig og gefur þér orku. Huga vel að andlegri heilsu, minnka stress, sofa nóg og hreyfa líkamann daglega og það er svo frábært að vita að ÞÚ hefur stjórnina.

Ef þú hefur átt erfitt að koma þér af stað upp úr sófanum, hefur löngunina til þess að koma þér í betra form en kemur þér ekki í að fara í ræktina þá er ég með ánægjulegar fréttir í dag.

 

Vegna eftirspurnar hef ég ákveðið að vera með “Sterkari á 16” október námskeið!!

Á námskeiðinu einblínum við á snöggar og krefjandi heimaæfingar sem koma púlsinum vel upp þannig ef þú hefur verið að upplifa tímaleysi og ekki komið hreyfingunni inn í daginn þinn þá er þetta námskeið fyrir þig!

Ég legg einnig áherslu á hugarvinnu og mataræði þar sem við vitum að þetta helst allt saman og ég vil að þú skapir lífsstíl í jafnvægi sem að þú elskar!!

Ég hef lagt alla mína þekkingu og kærleik í að skapa námskeið sem kemur þér úr gömlu fari og virkilega fær þig til þess að hugsa hlutina upp á nýtt. Því ég veit hversu æðislegt það er að vakna á hverjum degi fullur af orku og vellíðan og horfa í spegilinn stolt og ánægð með árangurinn sem þú hefur náð og ég virkilega vil það fyrir þig líka.

 

“Ég finn fyrir vellíðan þegar ég horfi í spegil og er sátt við sjálfan mig” – Sara María Davíðsdóttir

“Hlakka til að takast á við hvern dag með nýrri áskorun. Það er svo mikilvægt að vinna með líkama og sál því þetta þarf allt að spila saman til þess að árangur náist. Það er klárlega gert í Sterkari á 16!! “-Valgý Arna Eiríksdóttir

“Hef aldrei séð vigtina fara svona fljótt niður”  – Sara Lind Dagbjartsdóttir

 

Smelltu hér til þess að kynna þér allar upplýsingar um þetta frábæra námskeið

 

Ekki hika við að senda mér línu ef þú ert með einhverjar spurningar á netfangið sara@hiitfit.is og ef þú veist um einhvern sem hefði áhuga á þessu námskeiði láttu viðkomandi endilega vita 🙂

 

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

 

P.s ef þér fannst efni fréttabréfsins áhugavert, ekki gleyma að deila með vinum á facebook

 

 

Heimildir

  1. Sara Gottfried, Harvard and MIT Educated Physician Scientist. 2017. Younger, Harper Collins Puplisher.
Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!