Skipta millimál máli? 

Mín reynsla: Já þau skipta miklu máli! 

Að sjálfsögðu erum við öll ólík og með mismunandi þarfir og ég ætla ekki að fullyrða að eitt gildi fyrir alla. En mín reynsla er sú að þau séu mjög mikilvæg, ekki bara til þess að halda okkur fullnægðum yfir daginn, heldur líka til þess að koma í veg fyrir langanir í sykur og óhollustu.

Það skiptir líka miklu máli hvað þú velur þér sem millimál. Ef þú ert að borða millimál sem styður ekki við þig og jafnvel hvetur til meiri langanna, þá ættir þú að endurskoða val þitt.

Ég horfi aldrei á millimál sem nart, heldur alltaf sem litla máltíð. Hún þarf því helst að innihalda holla fitu, kolvetni og prótein, þannig upplifir líkaminn seddu og vellíðan þangað til næsta máltíð á sér stað. Ef þú ert að narta á þurru hrökkbrauði, eða nokkrum eplabitum þá hefur þú líklega tekið eftir því að þú ert fljótt orðin svöng og hungrar í eitthvað almennilegt að borða. 

Þau hafa líka áhrif á seinni part dagsins, ef þú kannast við að upplifa orkuleysi um kaffileytið eða sykurlanganir þá hvet ég þig til þess að skoða daginn þinn betur og sjá hvort þú getir ekki nært líkama þinn þannig að hann upplifi ekki þetta blóðsykursfall seinnipartinn. 

Ef þig vantar fleiri hugmyndir af góðum millimálum þá deili ég mörgum hér

.

Við förum einnig vel yfir mataræðið í Sterkari á 16 þjálfun og hvernig gott er að setja upp daginn til þess að hann sé fullur af orku og laus við langanir, ásamt uppskriftum að aðalréttum, morgunmat og millimálum. 

Við byrjum á föstudaginn og er þetta síðasti hópur ársins, þannig ekki láta hugsanir eins og “ég verð með næst”  eða “ég tek mig á eftir sumarið” stoppa þig!

Skráðu þig hér

.

“Hefði aldrei trúað því að fjarþjálfun gæti hjálpað mér svona mikið”

Ég hefði aldrei getað trúað því að fjarþjálfun eins og þessi gæti hjálpað mér svona mikið. Þetta var mjög þægilegt þar sem maður fær leiðbeiningar um bæði æfingar og mataræði og tala nú ekki um hvatninguna sem hélt manni gangandi.

Ég er orkumeiri núna þar sem ég hef aldrei hreyft mig jafn mikið eftir að ég átti dóttur mína. Mér líður alltaf vel eftir æfingarnar og það er engin afsökun að gera þær ekki þar sem þær taka svo stuttan tíma. Það sem stendur upp úr er hvað andleg líðan er orðin mikið betri og ég er ekki eins þreytt og stuðningurinn frá þjálfara er mjög góður sem heldur manni vel við efnið. Takk fyrir frábært námskeið 🙂  -Guðrún Hjartardóttir

.

“Engin löngun í neitt óhollt”

Þjálfun er frábær. Mikið aðhald ef maður vill og mikil fræðsla. En maður getur samt gert þetta á eigin hraða. Er bara allt önnur manneskja og held ég hafi sjaldan verið eins verkjalítil í svona langan tíma í einu! Sé sko ekki eftir að hafa skráð mig í þetta! Engin löngun í neitt óhollt sem ég eiginlega trúi ekki!  – Dóra Hrund Gunnarsdóttir

 

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!