Frá upphafi hafa þær sem taka þátt fengið aðgang að öllu Valkyrjuefninu sem við höfum gefið út síðan viðbyrjuðum með Valkyrjurnar en um mánaðarmótin verður breyting þar á.

Í stað þess að fá allt efnið frá því í mars hef ég útbúið sérstakan grunnpakka, sem mun fylgja skráningunni.

Efnið sem hefur safnast saman síðan við byrjuðum er mjög gott, og ég veit að þú munt fá helling út úr því. En of margir valkostir í upphafi getur líka virkað ruglandi fyrir þær sem eru að taka sín fyrstu skref.

Breytingarnar eru þó ekki komnar í gegn og því getur þú tryggt þér allt efni Valkyrjanna til og með 30.júní, ásamt öllu framtíðarefni, áður en við breytum uppsetningunni!

Ef þú hefur verið að hugsa þig um hvort þú eigir að vera með, ekki bíða lengur, taktu skrefið í átt að betri og heilsusamlegri ÞÉR!

 

Sjáðu fyrir þér orkumeiri, sterkari og glaðari útgáfu af sjálfri þér! Þar sem þú horfir stolt í spegilinn, upplifir jafnvægi og getur sýnt þínar bestu hliðar gagnvart fjölskyldu og vinum. Þetta snýst nefnilega ekki bara um þig, því við sem mæður erum fyrirmyndir barnanna okkar, þau læra það sem fyrir þeim er haft, þannig við þurfum að spyrja okkur:

Viljum við mæta sem besta útgáfan af okkur sjálfum eða sættum við okkur við núverandi ástand?

Þetta er alls ekki ómögulegt og ég veit að þú hefur kraftinn í þér til þess að ná markmiðum þínum, þig vantar bara réttu tólin, upplýsingarnar, hvatninguna og umhverfið til þess að byrja og ÞÚ ert aðeins EINNI ákvörðun frá því að láta þessa sýn verða að veruleika. 

Ég vonast til að sjá þig „hinu megin“ í samfélaginu, ef þú ert með einhverjar spurningar, ekki hika við að senda okkur línu á hiitfit@hiitfit.is 

 

Smelltu HÉR og vertu hluti af ótrúlega sterku og hvetjandi Valkyrjusamfélagi!

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!