Í dag er ég ótrúlega peppuð því það er loksins komið að því að ég geti deilt með þér því sem við höfum verið að vinna að!
En í dag opnaðist fyrir glænýtt heimasvæði og uppsetningu hjá Valkyrjunum!!
Valkyrjurnar hafa verið í sífelli þróun frá byrjun og var upphaflega hugmyndin að skapa samfélag fyrir stelpur sem fíluðu heimaæfingar, vildu lifa heilbrigðum lífsstíl og vinna með hugarfarið. Þannig þær geti komið saman og stutt hvor aðra áfram ásamt því að fá nýtt efni og tól í hverjum mánuði til að vinna með.
Það hefur í rauninni ekki breyst.
EN við sáum hvað stelpurnar í samfélaginu voru ólíkar, á mismunandi stað í ferðalaginu sínu og með mismunandi þarfir. Sumar æfingarnar voru of erfiðar eða einfaldlega ekki að henta. Sumar vildu bara nýta sér hugaræfingarnar því þær voru í annarri hreyfingu. Aðrar vildu nota uppskriftirnar og elskuðu hvatninguna í samfélaginu o.s.frv.
Valkyrjurnar hafa því breyst hægt og rólega úr því að vera einungis samfélag fyrir stelpur sem vilja vera í heimaæfingum, yfir í samfélagið fyrir stelpur sem vilja stunda heilbrigt líferni, sama hvernig það lítur út.
Hver og ein er á sínu eigin ferðalagi og stelpurnar eru að nota efnið algjörlega eftir sínum þörfum, sem er frábært!
Við viljum að allir geti fundið eitthvað fyrir sig inná heimasvæðinu og höfum því breytt því þannig það sé mun aðgengilegra í notkun og persónulegra. Einnig getur þú fengið aðgengi að öllu efninu þínu í gegnum glæ nýtt APP, þannig þú ert með allt efnið í vasanum og getur nálgast það á auðveldan og þægilegan hátt.
Vertu velkomin í nýtt heimasvæði sjálfstyrkingar og heilsu
Við höfum skapað nýtt flokkunarkerfi með 5 aðal flokkum
- Hreyfing
- Mataræði
- Hugarfar
- Hugleiðsla
- Samfélag
Hver flokkur er stútfullur af efni sem hjálpar þér að taka andlegu og líkamlegu heilsuna þína á betri stað og í hverjum mánuði mun birtast nýtt efni sem þú getur nýtt þér.
Hreyfing
Hér munu birtast enn fjölbreyttari möguleikar sem henta öllum, eins og yoga, teygjur, low intensity æfingar, byrjendaæfingar, kennsluæfingar og bandvefslosun. HIIT æfingar, poweræfingar og styrktaræfingar verða að sjálfsögðu áfram á sínum stað og sífellt munu nýjar og kröftugar æfingar birtast.
Mataræði
Hér finnur þú fræðslu og uppskriftir um heilbrigt mataræði. Hver og einn er einstakur og við trúum ekki á “one size fits all” mataræði. Stað þess að leggja fram fyrirmæli um hvernig þú átt að borða, hvetjum við þig til þess að prófa þig áfram. Fylgjast með hvernig líkaminn þinn bregst við matnum sem þú borðar og gera tilraunir. Aðeins þannig getur þú fundið það sem hentar ÞÉR. Hér eru engin boð eða bönn og við viljum alltaf að þú gerir þitt besta og byrjir að velja hollari mat meirihluta tímans ekki af því að þú þarft þess, heldur af því að þig langar til þess.
Undir þessum flokk finnur þú ýmiskonar fræðslu og hvernig mataræði hefur áhrif á orku, andlega líðan ásamt uppskriftum. Þú finnur m.a uppskriftir af hráfæði, yljandi vetrarmat og kennslu um orkuefnin og hvað er mikilvægt að huga að.
Hugarfar
Hér finnur þú hugaræfingar um m.a sjálfstraust, markmiðasetningu, fullkomnunaráráttu, forgangsröðun, sjálfsumhyggju og margar fleiri. Þú getur því kafað ofaní það efni sem hentar þér hverju sinni miða við staðinn sem þú ert á í dag.
Þær sem hafa verið með okkur í samfélaginu lengst segja ávallt það sama. Það eru hugaræfingarnar sem skipta sköpun til að gera langtíma breytingar og við heyrum reglulega setningar á við ,,ég veit ekki hvar ég væri án hugaræfinganna, þær eru algjörlega að bjarga mér” ,,þær hjálpa mér að stilla hugann þegar gamlar venjur toga í”
Ég veit að þetta er lykillinn að gera breytingar sem endast og virkilega byrja að setja sjálfa sig í forgang. Því það sem stendur alltaf í veg fyrir því er maður sjálfur, og legg ég því mikla áherslu á þennan flokk og að þú gerir hugarfarsvinnuna meðfram.
Hugleiðsla
Nýr flokkur mætir til leiks þar sem þú finnur leiddar hugleiðslur sem hjálpa þér að finna innri frið, jafnvægi og ró. En ég hef persónulega verið á miklu innra ferðalagi síðastliðna mánuði og ár og hef óbilandi trú á hugleiðslu sem tóli til að lifa hamingjusamara lífi. Ég er því spennt að deila með þér öllu sem ég hef verið að læra.
Samfélag
Hérna birtast áskoranir, verkefni, leikir eða leiðbeiningar um það sem er í gangi inná lokaða facebook hópnum okkar hverju sinni. Stór partur af Valkyrjunum er lifandi samfélag af stelpum sem eru að gera sömu hluti og þú. Við sjáum að þær sem taka þátt þar fá mest útúr þátttöku sinni í samfélaginu. Að sjálfsögðu er allt valkvæmt og ef þú vilt fara í gegnum ferðalagið sjálf þá er ekki skylda að vera með, en við mælum alltaf með því uppá meiri hvatningu og stuðning.
Heimasvæðið þitt er svo sannarlega bókasafn fyrir persónulega vinnu, bæði á líkama og sál. Þú getur því valið og sniðið þetta ferðalag algjörlega að þínum þörfum.
Langar þig til þess að prófa??
Í aðeins nokkra daga getur þú skráð þig á gamla verðinu (ótímabundin áskrift á 8.900 kr) en eftir það mun bætast við skráningargjald á fyrsta mánuðinn uppá 10.000 kr. Þannig fyrsti mánuðurinn verður á 18.900 kr. og síðan 8.900 kr. í framhaldinu.
Við erum að bæta þjónustuna m.a með því að bæta við app möguleika og breyta allri uppsetningunni og munum því breyta verðlagningunni meðfram breytingunum.
En aðeins út þessa viku geturðu komið inní áskriftina og prófað á gamla verðinu.
SMELLTU HÉR til að vera með
Við erum ótrúlega spenntar fyrir breytingunum og jákvæðri þróun samfélagsins.
Hvað finnst þér? Láttu okkur endilega vita, við kunnum virkilega að meta að heyra frá þér.
Ef þú ert með einhverjar spurningar, ekki hika við að senda á okkur á hiitfit@hiitfit.is
Ég vonast til að sjá þig “hinu megin” í samfélaginu
Haltu áfram hvar sem þú ert stödd, þú átt skilið að lifa þínu besta og orkumesta lífi
Heilsukveðja
ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi
og HIITFIT teymið