Fríða Guðný Birgisdóttir er 33 ára læknir sem elskar að syngja. Þessa mánuðina er hún í fæðingarorlofi með átta mánaða dóttur sinni en fyrir á hún aðra þriggja ára. Eftir tvö ár mun Fríða ljúka sérnámi í heimilislækningum en nú stendur hún í ströngu við að undirbúa brúðkaupið sitt sem verður haldið með pompi og prakt í sumar. Þegar hún er ekki að syngja fyrir sjálfa sig og aðra, er hún að viðra sig með skemmtilegri útivist eða slappa af með góða bók eða tímarit í hönd.

 

Afhverju HiiTFiT þjálfun?

Ég var á Sterkari á 16 námskeiðinu árið 2016 og hafði lengi fylgst með Söru á Snapchat en þar fylgdist ég með tveggja barna móður sem tókst að koma sér í geggjað form með heimaæfingum og mig langaði sjálf að gera það. Þegar fæðingarorlofið hófst hjá mér vildi ég byrja að æfa heima og koma hreyfingunni inn í rútínu áður en ég sný aftur til vinnu. Mér finnst frábært að geta æft heima á stuttum tíma og þannig komið hreyfingu inn í amstur dagsins.

 

Hverjar eru helstu jákvæðu breytingarnar sem þú hefur fundið fyrir eftir að þú byrjaðir í þjálfun hjá HiiTFiT/Valkyrjunum?

Ég er öll mun léttari á mér bæði andlega og líkamlega, hressari í skapi og meira drífandi.

Einnig finn ég mikinn mun á líkamlegum styrk. Þegar ég byrjaði var ég alveg búin eftir æfingu en nú finn ég mikla vellíðan. Til dæmis er ég farin að geta gert armbeygjur á tánum en fyrst gat ég varla eina einustu á hnjánum. Burpees eru orðin skemmtileg áskorun en ekki pína. 

Áður var ég alltaf að leitast við að sjá ákveðna tölu a vigtinni og þá myndi hamingjan koma. En með hugaræfingunum reyni ég að hugsa meira um vellíðanina sem ég finn að kemur með hreyfingunni og næra líkamann. Mikilvægast finnst mér að vinna í sjálfstraustinu, elska líkamann eins og hann er í dag og vita að hann á skilið að ég hugsi vel um hann. Það er mesta áskorunin!

Að vinna með hugann er mikilvægasta skrefið að langtímaárangri!

 

Hverjir eru þínir uppáhalds ávinningar sem þú hefur upplifað með þjálfuninni?

Ég vakna mun orkumeiri en áður þrátt fyrir að eiga oft svefnlitlar nætur og er mun minna að leggja mig á daginn.

Einnig finn ég hvernig hugarfarið hefur breyst varðandi matinn sem ég vel mér að borða. Áður greip ég alltaf í einhvern skyndibita þegar ég hafði ekki tíma til að elda en núna reyni ég að velja fljótlega rétti úr búðinni sem eru hollir eða hendi jafnvel í eitt salat. Ég hef komist að því að það þarf ekki að taka langan tíma að útbúa hollan mat.

 

Er eitthvað gólf betri en önnur gólf á heimilinu? Þinn uppáhalds æfingastaður?

Minn aðalæfingastaður er stofugólfið en hef fengið kvartanir frá nágrönnunum um of mikil hopp. Þarf því helst að æfa yfir daginn meðan enginn er heima.

Svo finnst mér alltaf gott að komast út að hlaupa eða nýta tímann meðan eldri stelpan leikur sér til að taka nokkrar æfingar úti. Nota þá bekk til að stíga upp á, gera dýfur eða armbeygjur.

 

Ertu með einhver æfingatips sem hafa reynst þér vel?

Ég hef vanið mig á að klæða mig í ræktarfötin um leið og ég vakna og reyni að taka æfingu um leið og tækifæri gefst, til dæmis á meðan að stelpan er í lúr. Svo er alltaf gott að finna gott pepplag sem kemur manni í stuð fyrir æfingu og taka nokkur dansspor með. 

 

Eru einhverjar æfingar sem þér finnst erfiðari en aðrar og þarft að aðlaga?

Burpees voru algjör hell til að byrja með og ég þurfti að peppa mig mikið upp í að gera þær og skipta þeim niður til að komast í gegnum þær. Í dag finnst mér þær skemmtilega krefjandi og er alltaf að reyna að gera þær betur og betur.

Svo hef ég verið að vinna í handstöðunni. Ég klifra vegginn afturábak núna en vil geta spyrnt mér upp. Það er langtímamarkmiðið. Held að þetta sé mest í hausnum á mér að þora ekki.

 

Er einhver æfing í sérstöku uppáhaldi?

Mér finnst æfingar með lóðum mjög skemmtilegar. Gaman að finna hvernig líkaminn hefur styrkst á stuttum tíma.

 

Hvaða áhrif hefur HiiTFiT-þjálfunin haft á mataræðið þitt?

Ég er farin að borða mun minna af sætindum og brauði og ef ég ætla að fá mér sætindi þá reyni ég að velja það vel og njóta. 

Við fjölskyldan erum farin að hafa meira af grænmeti með matnum og jafnvel hafa bara grænmetisrétt í kvöldmat. Mér finnst æðislega gott að rífa niður til dæmis kúrbít, gulrætur og sætar kartöflur og steikja á pönnu og borða með fersku salati og hummus, nammmm. 

 

Hvað myndir þú segja við stelpur og konur sem eru búnar að vera að hugsa um að breyta lífsstíl sínum en eiga erfitt með að taka fyrsta skrefið?

Ég tel allra mikilvægast að byrja á huganum. Byrja að hugsa vel um líkamann af því að þú elskar hann og vilt koma vel fram við hann svo hann geti nýst þér sem lengst. 

 

Þín uppáhalds HiiTFiT-þjálfunar minning?

Við fjölskyldan vorum á leiðinni út einn daginn og þá byrjar 3 ára stelpan mín skyndilega að gera burpees. Ég spyr hvað hún sé að gera og þá er hún að gera æfingar alveg eins og mamma. Ég varð þá viss um að ég er góð fyrirmynd fyrir börnin mín sem sjá að hreyfing er hluti af daglegu lífi.

 

 

 

 

 

Lokadagar sumartilboð, aðeins til 10 júní!

Viltu vera með í Valkyrjusamfélaginu?  Þú getur fengið mánuðinn á AÐEINS 8.000 kr. !

Ef þú ert með einhverjar spurningar, ekki hika við að senda okkur línu á netfangið hiitfit@hiitfit.is

Smelltu hér til þess að tryggja þér sumartilboðið

 

Pin It on Pinterest

%d bloggers like this: