Ertu byrjuð að hugsa um að borða hollt og hreyfa þig á ný eftir sumarið?
Jafnvel eitthvað sem þú hefur gert margoft áður, en aldrei tekist að skapa lífsstíl sem endist?
Flest okkar geta gert breytingar í skamman tíma, en til þess að skapa eitthvað sem endist þá þarf meira til en matarplan, ræktarkort og viljann einan og sér.
Að fara af stað í lífsstílsbreytingu tekur tíma, orku og tilraunastarfsemi. Einnig er mikilvægt að hafa góðan stuðning þannig að þegar hindranir koma upp getur þú leitað til annarra sem hjálpa og hvetja þig áfram.
En hvað skilur á milli lífsstílsbreytingar sem endist og skammtímabreytinga?
Hefur þú heyrt að þú hleypur ekki langhlaup með því að spretta í upphafi og keyra þig út í byrjun? Heldur byrjar þú rólega, sparar orkuna þína örlítið og heldur frekar dampinum alla leiðina, án þess að stoppa og gefast upp.
Það sama á við um lífsstílsbreytingu. Oft viljum við breyta öllu yfir nóttu og sjá árangurinn helst í gær. Síðan þegar planið fer ekki nákvæmlega eins og þú lagðir upp með þá gefstu upp. Þetta tengist þessum „all or nothing“ hugsunarhætti sem er algjörlega að eyðileggja fyrir fólki. Það hugsar, ef ég geri þetta ekki fullkomlega, þá get ég alveg eins bara sleppt þessu.
Þessi hugsunarvilla mun alltaf halda þér í sama farinu. Þessi fullkomnunarárátta á ekki tilverustað þegar kemur að lífsstíl, hann getur vel verið til staðar þegar við förum í „átök“ eða ætlum að gera eitthvað í ákveðin tíma, skora á okkur eða fylgja ákveðnu plani. En þegar við erum að horfa á langtíma lífsstíl þá verður að vera svigrúm fyrir sveigjanleika, lífið bíður bara ekki upp á annað og því fyrr sem við sættum okkur við það, því betra.
Annað sem skilur á milli skammtíma og langtímabreytinga er að fólk hefur ekki raunverulega tekið LOKA ákvörðunina um að fylgja breytingunum eftir. Það notar orð eins og „ég ætla að reyna“, „ég ætla að gera mitt besta“, „ég vildi óska að ég væri í betra formi“.
En það hefur ekki sagt við sig „ég er að fara gera breytingar SAMA HVAÐ!“, „Þetta MUN breytast héðan í frá“, „Ég er heilbrigð manneskja!“.
Hvernig við notum orðin okkar hefur gríðarlegan mátt og skiptir öllu uppá langtíma árangur. Með því að skilja eftir svigrúm til þess að falla í gamalt far, þá er líklegt að við grípum í þetta gamla góða um leið og fyrsta tækifæri gefst, eða fyrsta hindrun kemur upp. Það skrítna við okkur mannfólkið er nefnilega það að við kjósum frekar að vera í aðstæðum sem við þekkjum, þó svo að þær séu að brjóta okkur niður eða skemma heilsuna okkar, frekar en að fara útí þetta óþekkta, þetta nýja.
Innra með okkur öllum býr kraftur til þess að gera breytingar, sumum vantar meiri stuðning, öðrum trúna á sjálfa sig, sjálfstraust, hvatningu eða réttu tólin. Hvað sem þig vantar, farðu og finndu það sem þú þarft á að halda. Það er svo mikið þess virði og þú átt skilið að líða vel, upplifa þá orku og gleði sem þú getur í þessu lífi. Við skulum ekki sætta okkur við neitt minna.
Ef þú vilt fá stuðning frá okkur gleður það mig að segja þér frá að Sterkari á 16 þjálfun er að byrja á ný eftir margra mánaða pásu og við getum ekki beðið!
Í tilefni að því flétti ég upp ummælum sem bárust í fyrra frá stelpunum sem voru með okkur í september 2018. En margar þeirra tóku einmitt þátt í HIITFIT áskorun og héldu síðan áfram með okkur í Sterkari á 16 í kjölfarið. Mig langaði að deila með þér nokkrum sögum sem gætu hjálpað þér að sjá möguleikana þína og gefið þér hvatningu og innblástur í leiðinni um að þú sért virkilega LÍKA fær um breytingar.
Þetta eru ekkert smá hvetjandi sögur og ég vona að þú getir speglað þig í einhverjum þeirra og fundið kraftinn innra með þér.
,,Námskeið sem heldur utan um heilsuna á öllum sviðum.“
Í Sterkari á 16 hef ég lært að það þarf að vera jafnvægi þarna á milli til þess að ná árangri. Líkamlegt, andlegt og mataræðið því allt helst þetta í hendur. Maður verður að hlúa að þessu öllu, en ekki bara einhverju einu. Mig er farið að langa til þess að gera æfingarnar mínar. Ég er farin að velja betri kosti í matarræðinu og hef lært að sjá það jákvæða í hlutunum. Hvatningin og eftirfylgning er virkilega góð og heldur manni við efnið. Stelpurnar eru líka svo jákvæðar og brosmildar og það smitar út frá sér. Það að vera partur af svona frábæru samfélagi sem hópurinn er, er yndislegt og drífandi og gefur manni extra orku.
Ég er mjög þakklát fyrir þetta námskeið og þá vinnu sem þið hafið sett í það. Takk kærlega fyrir mig og ég hlakka til að halda áfram í Valkyrjunum. Á þessum fjórum vikum hef ég misst 2 kg og 5 cm um magann. En það sem ég er ánægðust yfir er að ég sé farin að hugsa meira um matarræðið og hreyfingu. Og ég hef sýnt sjálfri mér að ég get þetta alveg ef ég ætlar mér það!
Ég hugsa mun meira um það hvað ég er að borða og borða þar af leiðandi mun hollari mat. Ég hugsa meira um æfingar sem eitthvað sem mig langar að gera, en ekki eitthvað sem ég þarf að gera. Ég er mun jákvæðari og hef komist að því að ég get þetta alveg ef ég ætla mér það.
,,Stuttar en krefjandi æfingar, frábær hugarverkefni og endalaus stuðningur“
Fyrir Sterkari á 16 var ég of þung, þreytt og orkulítil. Ég gaf mér ekki tíma í sjálfa mig og hreyfingu, mig vantaði hvatninguna til að komast af stað og var óánægð með sjálfa mig. Mig vantaði að stilla hausinn á réttan stað og betra skipulag. Eftir námskeiðið er ég mun orkumeiri, sterkari og svo hefur sykurlöngunin minnkað til muna. Ég elskaði hugaræfingarnar, fræðsluna um mataræðið, samskiptin innan hópsins og æfingarnar.
Sterkari á 16 er frábært námskeið til að byrja á þegar lagt er af stað í „heilsu ferðalagið“. Stuttar en krefjandi æfingar, frábær hugarverkefni sem fá mann til að taka til í höfðinu, hugsa skýrar og forgangsraða rétt og endalaus stuðningur. Í Sterkari á 16 fékk ég heilmikla fræðslu um mataræði og fullt af flottum hugmyndum og uppskriftum að góðum mat. Eftir þetta námskeið er ég svo peppuð í að halda áfram að það kom ekkert annað til greina en að skrá mig í Valkyrjurnar til að halda áfram að upplifa þetta frábæra samfélag sem HIITFIT stelpurnar eru búnar að skapa. Takk kærlega fyrir mig.
,,Fékk svo miklu meira, ég lærði hvernig maður verður sáttari með sjálfa sig“
Ég var bara að leita mér af heimaæfingum til að gera í fæðingarorlofinu á meðan stelpan svaf en fékk svo miklu meira. Var komin með leið á að gera yogaæfingar af youtube og langaði í meiri styrk. Skráði mig því og eftir smá umhugsun ákvað ég að hella mér í þetta á fullt og ég sé ekki eftir því. Hef fengið nýja sýn á hollt mataræði, að borða ekki bara hollt til að ná árangri í íþróttum heldur heilsunar vegna og til að ná árangri í lífinu sjálfu, vera fyrirmynd fyrir börnin mín og skjólstæðingana í vinnunni. Hugaræfingarnar hjálpuðu mér að sættast betur við sjálfan mig. Þessi líkami minn hefur gengið í gegnum mun meira en flestir og staðið sig ótrúlega vel þrátt fyrir of feita kálfa, læri og upphandleggi og maga(eftir seinustu meðgöngu). Það hversu sterkur hann er hefur bjargað lífi mínu oftar en einu sinni. Núna ætla ég að hugsa betur um hann til að hann geti hugsað vel um mig 🙂
Fræðslan um mataræði og hvatningin til að borða meira úr plönturíkinu, engin bönn bara hvatning. Ég lærði hvernig maður verður sáttari með sjálfan sig og mig langar að standa mig vel. Ég er ánægðari með sjálfan mig og komin aftur í góðan gír í mataræðinu. Ég er léttari, sterkari, með betra þol líkamlega og andlega.
Tinna, Sandra og ónefnd voru einu sinni á slæmum stað með heilsuna sína og hafa heldur betur tekið jákvæð skref fyrir sig. Í Sterkari á 16 förum við yfir allt sem tengist langtímabreytingum á heilsunni. Við byrjum á því að vinna með grunninn, sem er hugarfarið okkar og byggjum síðan ofaná það. Sterkari á 16 er fullkomið námskeið fyrir þig ef þú ert að hefja þitt ferðalag og langar að skapa þér lífsstíl sem þú elskar, hugsa vel um líkama og sál og líða betur í eigin skinni.
Ef þú finnur að þú sért tilbúin að taka ákvörðun um að breyta hlutunum. Þú upplifir löngunina innra með þér, þá ertu tilbúin til þess að taka skrefið.
Smelltu hér og lestu nánar um Sterkari á 16
Ef þú skráir þig fyrir vikulok (25 ágúst) þá tryggir þú þér glæsilega skráningarbónusa, þannig þú getur byrjað strax á nýja lífsstílnum þínum.
Hlökkum til að sjá þig í þjálfun.
Heilsukveðja
Sara Barðdal
ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi
og HIITFIT teymið