Í síðustu viku deildum við nokkrum skipulags og undirbúnings hollráðum sem gott er að hafa í huga fyrir ferðalögin í sumar, ef þú misstir af því þá getur þú lesið um það hér.

Í dag langar okkur hins vegar að sýna þér hvað það getur í raun og veru verið auðvelt að lifa heilbrigðum lífsstíl á ferð og flugi í sumar, maður þarf bara að gefa sér smá meiri tíma til þess að hugsa útí og skipuleggja hvað maður ætlar að nesta sig með, í stað þess að treysta á vegasjoppur á leiðinni eða flugvelli.

 

5 þægilegar og handhægar hugmyndir til þess að taka með sér í ferðalagið

1 Matvörur sem eru pakkaðir eru inn af náttúrunnar hendi

Harðsoðin egg, avocado og bananar svo fátteitt sé nefnt passar ótrúlega vel eintómt eða með hrökkbrauði til dæmis. Þú getur verið búin að skera avocadoið í helminga, tekið úr því steininn og skorið í sneiðar en leyft að vera áfram í hýðinu og lokað með matarpappír og gúmmíteygju. Ekkert mál að opna avocado-ið og skófla sneiðarnar upp úr með skeið og leggja á hrökkbrauðið áður en þú borðar það. Bananann og eggið er hægt að opna á staðnum, skera niður og setja á hrökkbrauð eða bara borða eintómt.
Svo auðvitað þetta klassíska: epli, litlir kirsuberjatómatar, vínber, rúsínu-hnetubland og mandarínur.

 

2 Grænmetis-stangir með hummus! 

Skerðu allskonar grænmeti sem þér finnst gott – gúrkur, paprikur í öllum mögulegum litum, gulrætur, sellerí og jafnvel brokkólí og blómkál og settu í þægilegt og létt box. Hafðu svo bragðgóðan hummus með í
öðru boxi og notaðu sem ídýfu. Þetta er einnig lítið mál að undirbúa daginn áður og hafa tilbúið inni í ísskáp.

Einnig væri hægt að setja hummus í botninn á krukku eða plastdollu með loki, sem er þá svolítið djúp, og dýfa svo grænmetisstöfunum ofan í líkt og á myndinni.

 

 

3 Vefju-afgangar frá því í gær

Þær gera snilldar nesti fyrir ferðalagið aðeins betra! Áttu kjúklingabringu? Kínóapottrétt? Kjúklingasalat? Ef þú átt tortilla vefjur til inni í skáp er ekkert mál að útbúa frábærar vefjur sem auðvelt er að taka með og borða á teppi sem og uppi í fjallshlíð. Þú getur þá bætt við grænmeti og ferskri salsa sósu eftir smekk og pakkað inn eins og þér finnst þægilegast! Það er líka hægt að nota ríspappír til að pakka inn grænmeti og allskyns gómsætum afgöngum úr ísskápnum en auk þess væri upplagt að nota salatblöð í stað brauðvefja. Ekki bara ótrúlega hollt heldur einnig sjúklega gott!

 

 

 

 

4 Niðurskorið epli og sellerí

Þær smakkast ótrúlega vel með hnetu- eða möndlu-smjöri. Til að poppa aðeins upp framreiðsluna geturðu byrjað á því að skera eplið í tvennt og fræhreinsa það. Síðan skefurðu eins og eina matskeið innan úr hvorum helmingnum og fyllir holuna af hnetusmjöri áður en þú lokar eplinu aftur og pakkar inn. Ef þú vilt geturðu einnig stráð smá kókosmjöli og fræjum yfir hnetusmjörið áður en þú lokar.

 

 

 

5 Litlar kínóa-dúllur

Þær eru ótrúlega bragðgóðar, þægilegar í flutningi og fara vel í stórar sem litlar ferðahendur. Þær krefjast smá undirbúnings, ábyggilega best að undirbúa þær daginn áður en einnig er ekkert mál að geyma þær í frystinum.

 

 

Innihaldsefni:

  • 2 bollar eldað kínóa (fyrir eldun er það um það bil ¾ bolli óeldað kínóa)
  • 2 egg
  • 2 eggjahvítur
  • 1 bolli rifið zucchini
  • 1 bolli rifinn ostur – til dæmis cheddar ostur
  • ½ bolli létt kjúklingaskinka niðurskorin, eða annað létt kjötmeti, til dæmis niðursöxuð kjúklingabringa eða kalkúnaálegg
  • ¼ bolli söxuð steinselja
  • 2 msk rifinn parmesan ostur – eða minna, aðallega fyrir bragðið
  • 2 litlir vorlaukar, niðurskornir
  • Salt og pipar – annað krydd eftir smekk

Þú getur alltaf prófað þig áfram með innihaldsefnin með því sem þú átt til í skápunum!

Aðferð:

  1. Hitaðu ofninn í 180 gráður. Blandaðu öllum innihaldsefnunum saman í skál og skiptu niður í smurð fjölnota muffinsform, annaðhvort sílíkonform eða muffins-bökunarform. Fylltu formin en ekki hafa þau of full.
  2. Best er að nota míni-muffinsform, en ef þú notar venjulega stærð af muffinsformum skaltu ekki fylla þau jafn mikið og annars og þú þarft að baka dúllurnar aðeins lengur.
  3. Mini-muffinsform: Bakið í 15 – 20 mínútur, þar til jaðarinn á dúllunum er orðinn gullinbrúnn. Láttu kólna í að minnsta kosti 5 mínútur áður en þú tekur dúllurnar úr forminu.
    Venjuleg muffinsform: Bakið í 25 – 30 mínútur, þar til jaðarinn á dúllunum er orðinn gullinbrúnn. Láttu kólna í að minnsta kosti 5 mínútur áður en þú tekur dúllurnar úr forminu.
    Ef þú vilt geyma dúllurnar í frysti: Raðaðu þeim á plötu með bökunarpappír og settu í frystinn. Vertu viss um að þær eru frosnar í gegn þegar þú flytur þær yfir í frystipoka eða box. Þú getur annaðhvort látið þiðna í ísskápnum yfir nótt eða sett í 20-40 sekúndur í örbylgjuofninn.

 

 

Við María Lind vonum að þetta geti gefið þér nýjar hugmyndir eða áminningu um mikilvægi þess að huga að nesti í sumar.

Ég segi gjarnan að við tökum ekki sumarfrí frá lífsstílnum okkar, því annars erum við í raun ennþá föst í heimi megrunarkúra. Það þarf að vera hugarfars breyting sem þýðir að við hugsum um heilsuna allan ársins hring, ekki bara þegar það er „hentugt“.

Þess vegna legg ég svo mikla áherslu á hugarvinnuna í Valkyrjunum og elska að heyra árangurinn sem hlýst af því.

 

„Ég finn fyrir rosalega mikilli breytingu hugarfarslega séð og er mjög dugleg að hlusta á hugaræfingarnar. Nú er ég einnig miklu ákveðnari í að ná markmiðunum sem ég set mér og halda inni æfingunum þó það sé nánast enginn tími aflögu, þá geri ég þær bara rétt fyrir svefninn. Minn uppáhaldsávinningur er þessi aukna lífsgleði og hugsun um hreinna og hollara mataræði. Er daglega miklu jákvæðari og orkumeiri.“ – Hanna Kristín Gunnarsdóttir

 

„Áhersla á eigið hugarfar finnst mér nauðsynlegur þáttur af þjálfuninni. Ég fann eftir ákveðinn tíma hversu mikilvægt það er að „taka til í hausnum“ inn á milli. Mér finnst vera þvílíkur ávinningur af mánaðarlegu hugaræfingunum og meðal annars minna sig reglulega á að hrósa sjálfri sér og fara yfir markmiðin. Ef maður ætlar að ná markmiðum sínum verður hausinn að vera með!“ – Elisabeth Patriarca

 

 

Eigðu góðan dag og hugaðu að heilsunni þinni, þú átt bara einn líkama.

 

Þangað til næst

Sara Barðdal

ÍAk einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

og HiiTFiT teymið

 

Valkyrja vikunnar

 

Hanna Kristín átti ótrúlega auðvelt með að taka sig á og halda rútínunni, svona rétt á meðan námskeiðið sem hún var þátttakandi á var í gangi. Svo komu þessi blessuðu frí og aðhaldið minnkaði, og hlutirnir mjökuðust aftur í átt að byrjunarreit. Nú finnst henni ómögulegt að hugsa sér heilan dag án hreyfingar og hoppar frekar í stutta æfingu fyrir svefninn en að sleppa henni alveg!

 

Lestu hennar sögu hér 

Sumartilboð!

 

Vilt þú vera með í Valkyrju samfélaginu?

Í takmarkaðan tíma getur þú fengið mánuðinn á AÐEINS 8.000 kr.

 

Smelltu hér til þess að skrá þig