Margt hefur verið í gangi bakvið tjöldin hjá HiiTFiT síðustu vikurnar, en við vorum að stækka og fá til liðs við okkur nýjan fjölskyldumeðlim. Hún heitir María Lind og mun m.a. hjálpa mér við að skrifa fréttabréfin til þín og svara öllum þínum spurningum.
María Lind býr í Kaupmannahöfn með tveimur dætrum sínum og kærasta en hún kynntist HiiTFiT-þjálfun þegar hún var í fæðingarorlofi í byrjun árs 2017 eftir að hafa verið í áralangri hvíld frá reglulegri hreyfingu. Eftir það var ekki aftur snúið og í dag elskar hún að gera hollustutilraunir í eldhúsinu og finnst hreyfing ómissandi á hverjum degi.Hún hefur því ansi margt úr eigin reynslubanka til þess að deila með okkur hinum, styðja og hvetja.
 
Í dag ætla ég að gefa henni orðið þar sem hún deilir með þér nokkrum hollráðum sem gott er að hafa í huga fyrir ferðalögin í sumar.


 

Sumarið er yndislegur tími með sína endalausu daga, miðnætursól og hlýja sumargolu! Náttúran vaknar til lífsins og  frídagarnir verða oft hlaðnir dagsferðum og útiveru langt fram á kvöld. Frábærar fjölskylduferðir í hlíðar Esjunnar, lengri jeppatúrar upp á hálendi og tjaldferðalög, svo fátt eitt sé nefnt.
 
Fyrir marga er þó sumarið tími einnig tími óhollustunnar; einnar með öllu í vegasjoppu, sveitts lúguborgara eða kexpakka, svona til að sefa sárasta hungrið á leiðinni heim þar sem það virðist allt of tímafrekt verkefni að undirbúa hollt nesti.
 
Þá daga sem veðurblíðan er upp á sitt besta vill maður hvergi annarsstaðar vera en úti við að njóta, og því finnst okkur upplagt að koma með uppástungur um hvernig maður getur notið sem best, án þess að belgja sig út af óhollum sjoppumat á síðustu stundu en þrátt fyrir það ekki eyða of miklum tíma í undirbúning. Hollt mataræði þarf nefnilega ekki að taka sér pásu þrátt fyrir að þú sért í sumarfríi!

 

1. Undirbúðu fyrirfram: Nokkra daga áður en ætlunin er að leggja í dagsferð eða fara út í náttúruna er mikilvægt að undirbúa ferðina. Hvaða aðstöðu hafið þið? Verðið þið með allt ykkar hafurtask í bakpoka eða verður bíllinn innan seilingarfjarlægðar? Hvað er ætlunin að vera lengi? Þarf að taka margar máltíðir? Ef þú ert ekki með skipulagða ferð en ert meira spontant í ákvörðunum til dæmis eftir veðri, er sniðugt að horfa til frídaganna og hugsa “EF það er nú gott veður á laugardag og við ákveðum að skella okkur af stað…”, pældu þá í því á sama hátt, hvernig er sniðugast að undirbúa nesti fram í tímann svo það sé tilbúið til að grípa með þegar sólin glennir sig. Athugaðu hvað er til heima og gerðu lista af vörum sem geymast í svolítinn tíma í skáp eða frysti og þú getur keypt í búðinni með góðum fyrirvara.

 

2. Útbúðu og hafðu tilbúið nestis-kit“ við höndina: Það er ótrúlega tímasparandi og þægilegt að eiga tilbúið inni í skáp tilbúið nestis-kit. Þú getur haft það í lítilli, mjúkri kælitösku eða í fjölnota poka sem auðvelt er að grípa með. Þar ertu með ferðaglös, gaffla, og smurhnífa, skeiðar, servíettur, litla platta eða plastdiska ásamt ónotuðum ruslapoka. Þegar ætlunin er að skella sér fyrirvaralaust af stað er því engin fyrirhöfn eða auka tími sem fer í að taka til þau áhöld sem þarf, það er bara allt tilbúið og klárt inni í skáp.

 

3. Farðu södd af stað: Hver kannast ekki við það að vera loksins lögð af stað og innan 10 mínútna er eitt barn orðið svangt og annað þarf á klósettið? Þrátt fyrir að maður vilji spara tíma og drífa sig í gang er sá tími sem fer í að borða góða máltíð áður en lagt er af stað, tími sem vel er varið. Fáðu þér hollan mat sem gefur góða fyllingu í lengri tíma, til dæmis hafra- eða chiagraut, áður en lagt er í hann til að lengra líði áður en fyrsta nestispása verður tekin. Það getur einnig verið sniðugt að hafa smá nasl uppi við á leiðinni, líkt og hnetumix eða grænmetisstafi.

 

4. Vatn vatn vatn! Góð vísa er aldrei of oft kveðin, taktu með nóg af vatni í þægilegum brúsum.

 

5. Hafðu umbúðirnar sem léttastar: Það er gott að geta tekið með sér mat í umbúðum sem hvorki eru of þungar né taka of mikið pláss þegar þær eru tómar. Stundum er óumflýjanlegt að hafa einhver box, en ég mæli annars með því að nota matarpappír og gúmmíteygjur til þess að pakka inn meðal annars niðurskornum ávöxtum og grænmeti og brauðmeti svo fátt eitt sé nefnt. Prufaðu þig áfram!

 


 
 
 
Þegar praktísku atriðin varðandi nestisgerðina eru tilbúin og klár – maður veit hvað taka á með, hvar það er að finna og hvernig þarf að undirbúa – þá er svo miklu auðveldara að taka með hollan og góðan nestispakka án mikillar fyrirhafnar.  Gangi ykkur vel og hlakka til að deila með ykkur næstu hugmyndum um hvaða gómsæti er hægt að undirbúa fyrir góðan nestistúr!

 
-María Lind

 


 

Ég vona að þú munir hafa skipulag og undirbúning í huga í sumar, en eins og María Lind nefndi þá getur sumarið einkennst af óhollustu og skyndibita, en það þarf alls ekki að vera þannig. Í næstu viku munum við birta nokkrar gómsætar og einfaldar hugmyndir sem þú getur nýtt þér í nestisboxið, þannig fylgstu endilega með áfram, og ef þú vilt örugglega ekki missa af neinu getur þú skráð þig á póstlistann hér og fengið ókeypis plan í leiðinni
 
 
Þangað til næst
 
Heilsukveðja
Sara Barðdal
ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

Nýr liður hjá HiiTFiT: Valkyrja vikunnar!

Lestu um stelpur sem hafa tekið lífsstílinn sinn í gegn og eru að setja heilsuna sína sem forgangsatriði í daglegu lífi.
Valkyrja vikunnar er Elisabeth Patricia sem var búin að gefast uppá kostnaðarsamari fjarþjálfun sem var tímafrek þegar hún fann HiiTFiT á síðasta ári.

Lestu um hennar reynslu og árangur hér

Vilt þú vera með í Valkyrju samfélaginu?

Nú er sumartilboð í gangi í takmarkaðan tíma, þar sem þú getur fengið mánuðinn á AÐEINS 8.000 kr.

Smelltu hér til þess að skrá þig
Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!