Gott samfélag og hvetjandi umhverfi kemur þér langt áfram í átt að markmiðunum þínum.  Það að æfa með góðum æfingafélaga eða í samfélagi, hefur marga kosti.  

Ekki aðeins er það skemmtilegra, heldur verður hvatningin mun meiri. Þú ert því líklegri til að halda þig við æfingarnar og nærð betri árangri! 

 


8 ástæður fyrir því að hreyfa sig í góðum félagsskap 

 

1. Það er skemmtilegra 

Við þekkjum það allar að tíminn flýgur þegar það er gaman. Það er einfaldlega skemmtilegra að æfa með æfingafélaga eða í góðu samfélagi og þú hefur einhvern til að deila árangri þínum með. Þegar æfingarnar eru skemmtilegar og þú ert hluti af samfélagi er einnig mun líklegra að þú haldir áfram og hlakkar til þess að hreyfa þig. 

 

,,VÁ ég er að elska þessar æfingar, svo fjölbreyttar og skemmtilegar og maður er búin áður en maður veit af“   
 

 

2. Það er góð nýting á tíma 

Við höfum allar takmarkaðan tíma en með því að æfa með vinkonu eða með samfélagi getum við sameinað tvo mikilvæga þætti; hreyfingu og samskipti. Ef þú hefur ekki haft tíma fyrir ræktina eru heimaæfingar frábær kostur þar sem þær geta tekið mun minni tíma, sérstaklega HIIT heimaæfingar.  
 

 

 

3. Þú viðheldur lífsstílbreytingunni 

Þegar þú hefur búið þér til vana með stuðningsnet í kringum þig ásamt öðru fólki með samskonar markmið, er líklegra að þú haldir áfram til langtíma. Þú ert einnig líklegri til að ná árangri þar sem það að æfa með öðrum gefur þér aukna hvatningu.  

 

 
4. Þú leggur harðar að þér þegar þú ert með réttan æfingafélaga  

Rannsóknir hafa sýnt að við leggjum harðar að okkur þegar við æfum með öðrum eða sem hluti af samfélagi, við æfum oftar en annars og það getur skapast heilbrigð samkeppni. Gott er að æfa með einhverjum sem er í aðeins betra formi en þú, því það getur virkað hvetjandi fyrir þig.  En hugsaðu þig vandlega um þegar þú velur þér æfingafélaga. Það er mikilvægt að það sé einhver sem þú telur að sé líkleg til að hafa jákvæð áhrif á æfingarvenjurnar þínar. Það getur nefnilega haft letjandi áhrif ef æfingafélaginn er líklegur til að gefast auðveldlega upp og einnig er mikilvægt að það sé félagi sem þér líkar vel við og langar jafnvel að tengjast betur.  

 

5. Þú gætir fengið nýjar hugmyndir og lært eitthvað nýtt  

Kannski hafa æfingarfélagarnir annan bakgrunn en þú eða aðra reynslu af hreyfingu og heilbrigðum lífsstíl. Þannig getið þið ef til vill deilt hugmyndum með hvor annarri og báðar lært eitthvað nýtt. Ef þig langar að prufa eitthvað nýtt, en hefur ekki þorað hingað til, getur verið gott að hafa einhverja til að tala við með sér. Þá geta nýju og spennandi hlutirnir virst ögn minna ógnvekjandi og jafnvel skemmtilegir. Þetta kemur líka í veg fyrir að þú festist í því að gera alltaf það sama, verðir leið á því og hættir.  
 

 

 

6. Það kemur í veg fyrir afsakanir.  

Það er miklu erfiðara að hætta við að mæta (eða hætta við að gera æfinguna) þegar félaginn býst við að heyra í þér. Engum langar að bregðast æfingarfélaga sínum. Þannig hvetjið þið hvor aðra til þess að gera æfinguna í hvert skipti. Ef þið eruð tvær, eða ef þú æfir í samfélagi með öðrum, þá fylgist þið í raun með hvor annarri og hversu oft þið hafið hreyft ykkur yfir vikuna og eruð því líklegri til að hreyfa ykkur oftar.  
 

   

7. Þið getið hjálpað hvor annarri við æfingarnar  

Stundum getur verið gott að hafa einhvern með sér til þess að koma auga á það sem hægt væri að gera betur og hvetja hvor aðra þegar þess þarf. Oft sér maður ekki eigin villur, sem maður tekur eftir hjá öðrum. Þannig getið þið stutt við hvor aðra. 

 

 

8. Þú hefur einhvern sem skilur þig!  

Það getur verið erfitt að reyna að útskýra fyrir fólki sem t.d. ekki veit hvað HIIT æfingar eru hvað þú hafir gert erfiða æfingu í dag. Kannski náðir þú loksins að klára heila æfingu. Eða ert búin að ná miklum árangri í burpess þennan mánuðinn. Það er oft gulls ígildi að geta deilt sigrum sínum með einhverjum sem skilur nákvæmlega hvað þú ert að tala um.  

 

 

Hvar getur þú fundið félagsskap? 

  • Þú getur farið í gönguhóp/hlaupahóp/hjólahóp 
  • Þú getur skráð þig í hóp íþrótt (Crossfit, fullorðinsfimleika, fótbolta, blak o.s.frv) 
  • Þú getur æft með vini eða fjölskyldumeðlim, auglýst á samfélagsmiðlum 
  • Þú getur komið í Valkyrjusamfélagið þar sem þú færð endalausa hvatningu í góðu samfélagi.

 

Það er mikils að vinna og vænlegra til árangurs að finna sér félaga eða samfélag til að vera hluti af. Reyndu að finna þér æfingafélaga sem er jafn full af eldmóði og þú. Það getur fljótt snúist upp í andhverfu sína ef félaginn er ekki eins áhugasamur og þú um að rækta heilsuna.  

 

Í Valkyrjusamfélaginu eru ótal konur, allar á sama stað að því leyti að vera tilbúnar að vinna í heilsunni sinni af fullum hug þar sem hægt er að sækja mikinn stuðning og hvatningu.  

Ef þú hefur lítinn tíma er þetta tilvalin vettvangur þar sem þú getur æft heima en samt fengið þá hvatningu sem þú þarft á að halda með samskiptum í gegnum samfélagið.  

Einnig eru miklir kostir fólgnir í því að hafa fróðleik, kennslu og svör við spurningum sem vakna frá fagfólkinu sem leiðir og aðstoðar Valkyrjusamfélagið. Það jafnast þannig fullkomlega á við hinn frábæra æfingafélaga.  

 

Frá 28 mars – 2 apríl verður opið fyrir skráningu í Valkyrjurnar, þannig fylgstu endilega með ef þú hefur áhuga á að vera partur af hvetjandi og uppbyggjandi heilsusamfélagi. 

 

Heilsukveðja,

HiitFit teymið

 

 

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!