Ég veit að margir upplifa orkuleysi seinni partinn eða finnst gott að geta fengið sér eitthvað gott með kaffibollanum. 

Því miður er kex eða nammimoli eitthvað sem verður oft fyrir valinu og þess vegna langaði mig að deila með þér uppskrift sem að getur komið í staðinn fyrir óhollan kost og svalað nartþörfinni.

Ég og 3 ára syni mínum finnst mjög gaman að gera saman alls konar kúlur í eldhúsinu en hann biður reglulega um að fá að gera kókoskúlur. Þessi uppskrift varð til eftir eina svoleiðis tilraun þar sem ég átti ekki allt innihaldsefnið í þessar hefðbundnu kókoskúlur sem við gerum alltaf saman (þú getur séð þá uppskrift hér).

En þessi uppskrift er fljótleg og einföld, hún inniheldur engan viðbættan sykur, inniheldur góða fitu og holl kolvetni og er því tilvalin ef þig vantar smá orku seinni partinn eða t.d fyrir æfingu. Hún vinnur líka gegn sykurþörf og er því fullkomið að eiga inní ísskáp ef að sykurpúkinn vaknar.

Og var ég búin að nefna að hún er ótrúlega góð?

nei, hún er semsagt alveg hrikalega góð líka 😉

 

Einfaldar og hollar orkukúlur

 

  • 1 bolli valhnetur
  • 1 bolli hafrar
  • 12-13 medjool döðlur (þessar fersku í kæli)
  • 2 msk kókosolía
  • 2 msk sykurlaust hnetusmjör
  • Kókosmjöl (val)

 

  1. Settu valhneturnar í matvinnsluvél og mixaðu í nokkrar sekúndur þangað til þær eru vel saxaðar (ekki samt þannig að þær verði að dufti)
  2. Bættu síðan við restinni af innihaldsefnunum (nema kókosmjölinu) og hrærðu vel saman (mundu að fjarlægja steinana úr döðlunum). Þú gætir þurft að bæta við 1-2 msk af vatni til þess að fá þær nógu blautar.
  3. Búðu til kúlurnar og veltu upp úr kókosmjölinu (val), þær eru alveg jafn góðar án þess líka.
  4. Geymdu inní ísskáp.

 

Ég vona að þú prófir og njótir vel, hafðu í huga að þó svo að þær séu hollar þá eru þær hitaeiningaríkar þannig að ef markmiðið þitt er þyngdartap þá mæli ég ekki með að þú borðir allar kúlurnar á 1 degi 🙂

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

P.s Stelpurnar í þjálfun eru að klára mánuðinn og hafa þetta að segja

 

Ég finn þvílíkan mun á fötunum mínum, það eru farnir ca 15 cm og 7 kg frá því að prógramið byrjaði fyrir 3 vikum. Ég er alveg mega sátt og langar að halda þessu endalaust áfram! Vill bara segja takk Sara því þetta prógram hjá þér er snilld og hentar mér gífurlega vel! ?

 

Ég fann fyrir þvì á föstudaginn að ég hlakkaði til að koma heim og taka æfingu dagsins og ì dag fann ég virkilega að styrkurinn og þolið hafa aukist, finn hvað ég er orðin orkumeiri ? er alveg að elska þetta ?

 

Finnst þetta bara æði í alla staði, engin afsökun 😉 mín tónlist. Enginn að fylgjast með manni, fer á mínum hraða og prógrammið skemmtilegt og utanum haldið rosa gott. Þessi grúbba hvetjandi, og að þurfa tékka sig inn er þvílíkt kapp fyrir keppnismanneskju eins og mig. Og þið allar hérna inni eru hvetjandi. Go girls

 

Léttist um 4 kg á fyrstu 3 vikunum og kom hreyfingu inn í daglega rútínu!  Ég þurfti klárlega á þessu að halda til að rífa mig aftur í gang

 

Ef þú vilt vera með næsta hópi getur þú skráð þig á biðlistann hér og verið fyrst til að vita hvenær næsta námskeið fer af stað 😉

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!