Sköpun hefur heilandi áhrif. Þegar þú skapar vinnur þú með hægra heilahvelinu,en ekki bara því vinstra, eins og við gerum mörg meira af. Það hægra er tengt við innsæi, sköpun og tilfinningar á meðan það vinstra er tengt við rökhugsun, tölur og vísindi. 

 

 

Sköpun samþættir huga okkar og líkama, hjálpar okkur að lifa í núvitund, eflir færni og hjálpar okkur að upplifa aukna sjálfsánægju. 

 

Við könnumst öll við að gleyma okkur í hugsunum og taka ekki eftir umhverfinu eða því sem er að gerast í kringum okkur, en þú getur alveg misst tímaskynið á meðan þú ert að skapa og þar með áhyggjum af fortíð og framtíð.
 

 

Sköpun vinnur gegn streitu 

 

Hver er ekki til í að minnka streitu í lífinu sínu? Við erum a.m.k til í að finna og prófa góðar, heilsusamlegar leiðir til þess! Samkvæmt rannsóknum getur sköpun minnkað streitu, en streita hefur verið tengd við mörg heilsufarsvandamál og er því til mikils að vinna að stefna að lífi án streitu. Einnig hafa rannsóknir sýnt að sköpun hjá eldra fólki hefur jákvæð tengsl við langlífi og minnkar líkur á vitglöpum.   

 

Skapaðu þína framtíðarsýn með draumaveggspjaldi (e. vision board)  

 

 

 
Skapaðu þína framtíðarsýn með draumaveggspjaldi (e. vision board)  
 

Hægt er að tengja sköpun við sjálfsþekkingu og innsæi, sérstaklega eins og í þeirri sköpun sem við einblínum á hér.   

 

 

Með því að búa til draumaveggspjald ert þú að vinna með sköpun en á sama tíma skoða á myndrænan hátt hvað þig langar að kalla inn í lífið þitt og upplifa.

 

 


Draumaveggspjald er ekki nýtt af nálinni. Þú kannast eflaust við nokkra af þeim sem hafa notað vision board og talað um það opinberlega, meðal annars; Oprah Winfrey, Will Smith, Arnold Schwarzenegger, Lindsey Vonn, Kate Perry, Beyonce og Ellen DeGeneres. 

 

 

Rannsóknir sýna fram á að það að sjá fyrir sér skref í átt að markmiðum, og sjá fyrir sér endatakmarkið, leiðir til betri árangurs. 

 

 

En hvað er draumaveggspjald? 

 

Draumaveggspjald er samansafn af myndum af því sem þú vilt kalla inn í lífið þitt – já eða halda inni í lífinu þínu – sem við setjum á blað og hengjum upp þar sem við sjáum það sem oftast.   

 

Hvernig byrjar þú? 

 

Áhrifaríkast er að loka augunum og hugsa um hvernig hvernig lífi þú vilt lifa. Sjáðu það fyrir þér og tengdu saman huga þinn og hjarta. Prófaðu að sjá sýn þína fyrir þér eins og hún sé í nútíð – Sjáðu hana eins og ljósmynd og finndu tilfinninguna sem henni fylgir.  

 

Hér er gott að skrifa niður allt sem þér dettur í hug, en það verður að skipta þig máli og helst vera tengt þínum gildum. Það á ekki að vera markmið heldur langtímasýn og ekki skammvinn gleði eða viðburður heldur eitthvað langvarandi. Það að missa 20 kg er markmið á meðan langtímasýn væri mögulega að geta hlaupið með börnum og barnabörnum þínum fram á eldri árin. Finndu hvað vekur hjá þér hvatningu (til að missa þessi 20 kg) – hvað skiptir þig mestu máli?
 

 

Hvaða á ég að einblína á? 

 

Sumir líta á allt lífið sem heildrænt og setja allt á sitt draumaveggspjald á meðan aðrir einblína á ákveðna þætti.  

Það getur verið:  

 • Heilsa
 • Persónulegur þroski 
 • Frami 
 • Fjármál 
 • Umhverfið þitt (hvar þú býrð/heimili/vinna)
 • Rómantík 
 • Vinir og fjölskylda 
 • Að gefa af sér til samfélagsins

 

Þetta getur verið hvað sem er, t.d. tengt því hvernig þig langar til að þér líði, hvað þú vilt gera, hvað þú vilt að líf þitt innihaldi, hverja þú viljir hafa í lífinu þínu, eða jafnvel staðir sem þú vilt heimsækja.  

 

Hvað sem þér finnst eiga við, eða þú vilt vinna í, getur verið gott að einbeita sér að. Skrifaðu svo niður öll þau orð sem koma upp í þessu samhengi, og sem þú vilt fá myndir af á draumaveggspjaldið þitt.

 

Rannsókn sem var gerð í tengslum við daumaveggspjald sýndi fram á að þeir sem bjuggu til veggspjald á einhvern hátt tengt sínum markmiðum voru næstum tvöfalt sjálfsöruggari og líklegri til að ná sínum markmiðum heldur en þeir sem ekki gerðu veggspjald. 

 

Þema Valkyrjanna í maí er sköpun þar sem við munum m.a.

 • Fjalla enn nánar um draumaveggspjald og áhrif þess á markmið og heilsu, ásamt því að skapa okkar eigin draumaveggspjald saman 
 • Hafa vinnustofu um heilsu og sköpun í gegnum „live“ símtal, ásamt því að hafa hugleiðslu í beinni til þess að tengjast undirmeðvitund okkar og dýpstu draumum og þrám.
 • Mikil umfjöllun um sköpun í gegnum lifandi Facebook hóp og hvernig við getum nýtt hana sem heilsubætandi tól.
 • Hvernig við getum nýtt skapandi hugsun í eldhúsinu og nýtt hráefni á nýjan hátt.  

 

Við gefum þér einnig skapalón fyrir hina fullkomnu æfingu – sem þú getur svo skapað sjálf!

Ef þú ert til í aðeins meiri sköpun í lífið þitt hvetjum við þig til þess að fylgjast með á næstu dögum, en þá opnar fyrir skráningar í maí. 

 

 

Hér er dæmi um draumaveggspjald frá Sylvíu, stuðningsfulltrúa HIITFIT 

,,Ég á nokkur og það er misjafnt hvað er á þeim, en heilsa er eitt af mínum gildum og ég vil hjálpa fólki að líða sem best. Heilsa fyrir mér er svo margt, en minn fókus hér er útivera, strákarnir mínir, fjölskyldan mín og vinir, ævintýri, GLEÐI, svefn, hreyfing, núvitund, sjálfsumhyggja, matur, slökun, vinskapur og stuðningur, ró, gleði, ást, sjálfsöryggi, einfaldleiki, finna minn innri kraft – en þó með ró og án þess að það innihaldi stress, ferðalög – enda elska ég að upplifa eitthvað nýtt. Vision board getur innihaldið það sem þú átt nú þegar og vilt halda í eða eitthvað nýtt sem þú vilt kalla í lífið þitt. Þegar ég gerði þetta vision board áttaði ég mig á að ég er þegar að upplifa flest af þessu, en það er oft það sem maður áttar sig á, en að finna jafnvægi milli þessa þátta og halda áfram á þessu ferðalagi getur líka verið sýnin. – Sylvía stuðningsfulltrúi 
 

 

Því meiri ást sem þú gefur í þetta, því meira virkar það fyrir þig, því stoltari sem þú ert því meira kveikir það í þér ástríðu og spennu.   

 

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!