Ég hef tekið eftir því að svo margar konur eiga erfitt með að setja sig í forgang!

Þær eiga erfitt með að taka tíma fyrir sig, frá heimilinu, frá börnunum, frá mismunandi skyldum. 

Hvernig stendur í því? 

Ég hef mínar tilgátur um það, og eru aðstæður mismunandi fyrir hverja og eina, en í dag langar mig að deila með þér broti úr kennsluupptöku sem fjallar einmitt um þetta, forgangsröðun og sjálfsumhyggju. 

Ég byrja á að tala um áhrif stress á líkama okkar og heilsu, fer síðan yfir mikilvægi sjálfsumhyggju og hvernig ég horfi á hana.

Ég segi þér frá af hverju það er nauðsynlegt að setja sjálfa sig í forgang og af hverju það er EKKI sjálfselska að þú takir tíma fyrir þig.

Ég vona að hugarkennslan gefi þér hvatningu til þess að setja heilsuna þína framar í forgangsröðina og að þú fáir nýja sýn sem mun þjóna þér áfram í lífinu ! 

 

Af hverju sjálfsumhyggja og rétt forgangsröðun skiptir máli..

by Sara Barðdal

Láttu mig endilega vita hvað þér finnst fyrir neðan í komment.

Hvað stóð uppúr hjá þér? 

 

Í Sterkari á 16 köfum við enn dýpra ofaní hugarfarið og þú færð nýja hugaræfingu í hverri viku til þess að taka lífið þitt og lífsstíl á betri stað. Við byrjum 6 september og er ekki víst hvenær annað námskeið verður, þannig ákveddu að tíminn þinn sé kominn, þar sem þú setur heilsuna þína og þig í forgang!

 

Sjáðu allar upplýsingar hér 

 

 

Þangað til næst…

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi