Venjur geta verið grunnur að árangrinum þínum – eða algjörlega öfugt.  

 

   

Venjur hafa áhrif á ákvarðanir okkar yfir daginn, meðvitað og ómeðvitað. Fyrsta skrefið í áttina að breyta þeim er að átta sig á þeim og skoða hvaða áhrif þær eru að hafa. 

Næsta skrefið er að taka stjórnina og breyta þeim til batanaðar, því þínar venjur eiga að vinna með þér en ekki á móti.   

En er það svona auðvelt eins og það hljómar?  

 

Venjur til árangurs 

Venjur verða sterkari og sterkari með tímanum og verða síðan sjálfvirkar, hlutir eins og að tannbursta, ná þér í kaffibollan þegar þú vaknar, eða slá á snooze takkan eru venjur sem margir þurfa ekki að hugsa um áður en þeir framkvæma.

Rannsóknir sýna að við jákvæða hegðun framleiðir líkaminn dópamín sem hefur áhrif á vellíðan, sem gerir okkur ‘háð’ þeirri hegðun. Þetta er mikilvægt ferli til að skapa nýjar venjur – og skilja hvernig við búum þær til.  

 

Þekking er máttur! 

 

Hvernig virka venjurnar?

 

‘Cue’ eða merkið sem þú hefur tengt við vanann kemur fyrst, t.d. klukkan slær tólf og þá er tími fyrir hádegismat.  Merkið getur verið sjónrænt, huglægt, eitthvað sem gerist, sem þú heyri, einhver segir eitthvað, eða atburður veldur því að annað fylgi eftir.  

Rútínan kemur næst, það er hegðunin sem fylgir, eins og að labba að kaffiteríunni og kaupa sér köku – já eða smoothie!
 

Verðlaunin koma í lokin, það er ánægjan eða jákvæða upplifunin eftir rútínuna. Í þessu tilfelli dópamínið sem verður til vegna sykursins í kökunni eða dópamínið sem kemur vegna jákvæðrar hegðunar. Þetta er skref sem lætur þig endurtaka venjurnar þínar. 

Lífið þitt stýrist af venjum þínum 

 

Komdu hreyfingu í venju 

 

Merki: Ákveddu ákveðinn tíma dagsins sem þú ætlar að hreyfa þig
Rútína: Settu áminningu eða ‘alarm’ í símanum þegar þú ætlar að hreyfa þig og byrjaðu
Verðlaun: Þú hreyfir þig og færð endorfín sem líkaminn framleiðir við hreyfinguna og dópamín við jákvæðu hegðunina, einblíndu á tilfinninguna eftirá.
 

 

Venjur verða rútínu og lífsstíl.. 

 

 

Hver ákvörðun, eins smá og hún getur verið, hefur áhrif á okkar daglega líf. Daglega tökum við þúsundir smáa ákvarðana sem saman skapa okkar veruleika. Vertu því viss um þú hafir réttu venjurnar.   

Vertu skýr á því hvert þú vilt fara
 

Þegar við vitum ekki hvert við erum að fara eða hvað við viljum gera, þá er erfiðara að viðhalda heilbrigðum lífsstíl, því heilbrigður lífsstíll er drifinn af venjum og þú þarft að vita af hverju þú ert að leggja auka tíma og vinnu við að skipuleggja hreyfingu, velja betur í mataræðinu eða huga að sjálfsumhyggju. 

__________________________________ 

 

Næstu 3 daga inná Facebook síðu HIITFIT förum við ofan í saumana á venjum okkar og rútínum og skoðum hvernig ósjálfráð hegðun og viðbrögð hafa áhrif á líðan okkar, hvaða ákvarðanir við tökum og hverju það skilar okkur. 

Til dæmis: „Ég get ekki vaknað án þess snooza nokkrum sinnum og ekki afslöppun á morgnana“. Ef við skoðum þessa keðju nánar 

⚠️ Ég fer of seint að sofa → ég snooza ósjálfrátt og án þess að ég átta mig á því → ég vakna aðeins of seint → morgunrútínan mín verður stressuð og ég nýt hennar ekki → ekki gott start á deginum → líklegra að ég sleppi því sem ég gjarnan vil ná að gera og gerir mér gott! 

🕐 Hvernig getum við ráðist á þessa keðju og lagað hana þannig úr verði góð byrjun á deginum með nægri orku? 

  

Mundu að venjurnar þínar eru þær sem hafa komið þér á staðinn sem þú ert á í dag. Til þess að komast á nýjan stað þarftu að breyta og uppfæra venjurnar þínar.. 

 

Fylgstu með á Facebook síðunni næstu 3 daga, taktu þátt og uppfærðu líf þitt og heilsu. 

 

HIITFIT teymið  

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!