Öll erum við með hugsanir og viðhorf sem vinna gegn markmiðunum okkar.
Ég og Sylvía höfum mikið verið að skoða takmarkandi viðhorf og ég mátti til að spyrja hana hver hennar væru.
Það kom mér nokkuð á óvart að henni finnist hún ekki hafa tíma til að elda.
Við köfuðum aðeins betur ofaní þessa trú og komumst að þeirri niðurstöðu að:
Auðvitað hefur hún tíma til að elda, hún velur frekar að nýta tímann sinn í annað.
Þetta snýst jú allt um forgangsröðun og skipulag.
En málið er að þrátt fyrir þessa trú þá hefur hún ekki látið það stoppa sig í að lifa heilbrigðum lífsstíl.
Sylvía er fyrir vikið orðin snillingur í að græja sér fljótlegar og einfaldar uppskriftir sem styðja við heilsuna hennar og líðan.
Það er alltaf hægt að finna lausnir og leiðir til þess að grípa sér eitthvað hollt og fljótlegt.
Punkturinn sem mig langaði til að koma til þín var að við getum allar verið með alls konar útskýringar og afsakanir fyrir að breyta ekki um lífsstíl. En ef við ákveðum að við ætlum að finna leiðir sem henta okkur þá er allt hægt. Lykillinn er að gefast ekki upp og ákveða að láta takmarkandi viðhorf stoppa sig.
Þetta snýst líka svo mikið um jafnvægi og að miða við 80/20 regluna. Það geta allir breytt, aldrei segja sjálfri þér neitt annað
Skráningar eru í fullum gangi í Sterkari á 16 – 2.0 sem er að fara af stað NÚNA í febrúar.
Við munum vinna með hugarfarið og kveðja takmarkandi viðhorf og hugsanir sem halda aftur af okkur!
Við erum ótrúlega spenntar að byrja með sterkum hópi af konum sem eru tilbúnar að breyta um lífsstíl. Það verður ekki annar hópur á þessu ári þannig núna er tækifærið að vera með í vinsæla námskeiðinu sem hefur hjálpað hundruðum kvenna að byrja nýtt líf.
Smelltu hér og lestu nánar
Við byrjum á föstudaginn!
Ég hvet þig til þess að taka af skarið og fjárfesta í eigin heilsu, því það er lang besta fjárfestingin.
Pss… Flest stéttarfélög eru einnig að niðurgreiða námskeiðið þannig talaðu við þitt félag og athugaðu hvort þú fáir ekki styrk.
Þú átt skilið að lifa þínu besta lífi, mundu það!
Heilsukveðja
ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi
og HIITFIT teymið