Vonandi hafa jólin verið yndisleg hjá þér og fjölskyldunni þinni. 

 

Núna styttist heldur betur í ný tímamót, nýr áratugur er að hefjast. 

 

Hefurðu staldrað við og litið yfir síðustu 10 ár?

 

Sérðu hvað þú hefur gert mikið á síðustu 10 árum? 

 

,,Við ofmetum oft hvað við getum gert í 1 ári, en vanmetum hvað við getum gert á 5.“ 

Þetta heyri ég oft talað um og tengi vel við það. En þegar það kemur að því að breyta um lífsstíl þá held ég að það sé meira á þessa leið:
 

,,Við ofmetum hvað við getum gert í 1 mánuði, en vanmetum hvað við getum gert á 6, eða 4 mánuðum.“ 

Það eru nefnilega alltof margir sem ætlast til þess að snúa öllu við í janúar. Breyta um lífsstíl á nokkrum vikum og kveðja þetta gamla. 

 

Fólk fer “all in” og snýr öllu við á einni nóttu. Er rosalega peppað og keyrir þetta í nokkrar vikur áfram. Síðan fara hlutirnir að verða aðeins of erfiðir, það koma upp hindranir, áskoranir og hægt og rólega þá dettur fólk í gamla farið. 

 

Kannast þú við þetta?

 

Ertu komin með nóg af þessu “árlega átaki” í janúar? 

 

Ég tengi allan daginn við þetta. Því ég var einu sinni á þessum stað sjálf. Ég var með háfleyg markmið og ætlaði að sigra heiminn á nokkrum vikum, en endaði yfirleitt á andlitinu, í nákvæmlega sama stað og áður fyrr. 

 

En málið var að ég fékk algjörlega nóg af þessu, og var það einmitt ástæðan fyrir því að ég sökk mér ofaní hugarþjálfunina. Því ég varð að vita hver munurinn væri á fólkinu sem næði árangri og langtímabreytingum, og þeim sem voru alltaf að ströggla. Því ég ætlaði mér svo sannarlega að vera í fyrri hópnum. 

 

Ég hugsaði með sjálfri mér, ætla ég að vera í sama pakkanum þegar ég er 40 ára eða 50 ára? 

 

Nenni ég að vera basla við þetta alla ævi? Alltaf að reyna líða betur og koma mér í betra form, upplifa stolt og ánægju með sjálfa mig? 

 

Ég held að þú vitir svarið! 

 

Frá og með þeim degi þá lofaði ég sjálfri mér að ég ætlaði að finna útúr þessu. Ég ætlaði að finna leið sem mundi virka fyrir mig, skapa mér lífsstíl sem ég gæti alltaf lifað. Hann varð að sjálfsögðu vera skemmtilegur, eitthvað sem ég naut þess að gera og langaði að fylgja. 

 

Því það langar engum að lifa lífsstíl sem er erfiður, fara í gegnum vikuna á hnefanum, lifa eftir hömlunum, boðum og bönnum, er það nokkuð? 

 

Ég hvet þig til þess að gefa sjálfri þér bestu gjöfina þessi áramótin og lofa þér því að þú ætlir að MASTERA heilsuna þína. Þú ætlir virkilega að finna útúr því hvernig lífsstíl þig langar að lifa.

 

Lofaðu sjálfri þér að setja heilsuna þína í forgang, setja ÞIG í forgang. Lofaðu sjálfri þér að næstu 12 mánuðir verða heilbrigðustu mánuðir lífs þíns og að þú ætlir að skapa þér orkumeira og hamingjusamara líf. 

 

 

 

Það er að koma nýr áratugur, viltu endurtaka misheppnuðu tilraunirnar þínar eða ertu tilbúin að skapa eitthvað nýtt fyrir sjálfa þig og líf þitt? 

 

Ég horfi björtum augum fram á 2020! 

 

Ég ætla að halda áfram að vinna í sjálfri mér, uppfæra sjálfstalið, hreyfinguna og mataræðið. 

 

Þarfirnar þínar eru síbreytilegar og þú þarft oft að horfa á það sem þú ert að gera í dag og skoða hvort það sé að virka fyrir þig ennþá. Það sem hentaði þér fyrir 5 árum þarf alls ekki að henta þér í dag. Áherslur breytast, forgangsröðun og þarfir. 

 

Þannig ég hvet þig til þess að setjast niður mér sjálfri þér. Gefa þér tíma til að skrifa niður það sem þú þarft á að halda 2020. Hvert verður þema næsta árs? 

 

Ef þú ætlar að einblína á heilsuna, þá hvet ég þig til þess að fylgjast með um áramótin, því við ætlum að vera með tímabundið tækifæri sem tryggir þér allt sem þú þarft til þess að ná árangri á áramótaafslætti. 

 

Mundu að þú skalt horfa á þetta sem langtímaverkefni. Ef þér er virkilega alvara með að breyta um lífsstíl, þá erum við ekki að fara gera það á 1 mánuði.

Horfðu á 2020 sem árið sem þú ætlar að mastera heilsuna þína og vinna með huga, líkama og sál. Gefðu þér þetta ár til þess að vinna í sjálfri þér! Ekki missa móðinn þó svo að það komi upp hindrun í janúar! Mundu að það er partur af ferðalaginu, þú verður að sýna þér þolinmæði og gefa þér tíma til þess að vinna með sjálfa þig. 

 

 

Þetta er ekki spretthlaup, heldur langhlaup! Maður kemst aldrei í mark í maraþoni ef maður ætlar að klára alla orkuna sínu í upphafi hlaups, er það nokkuð? 

 

Segðu okkur endilega, hver eru markmiðin þín fyrir 2020? 

 

Hverju langar þér að breyta?

 

Mundu að þú getur alltaf tekið stjórnina, þú ert meistarinn yfir þínu lífi! Þú getur allt sem þú virkilega ætlar þér!

 

Ertu tilbúin að taka ákvörðunina? 

 

Haltu áfram hvar sem þú ert stödd, þú átt skilið að lifa þínu besta lífi. Mundu það mín kæra.

 

Við heyrumst fljótlega

Heilsukveðja

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi
og HIITFIT teymið