Blómkál er meinhollt og oft vanmetið af mörgum. Það er hægt að gera ýmislegt spennandi með blómkál og nota þessa fæðutegund á fjölbreyttan hátt. Við hjá HIITFIT teyminu þykir gaman að skoða mismunandi leiðir til að nýta fæðuna og virkja sköpunarkraftinn í eldhúsinu hjá Valkyrjunum og hjá okkur sjálfum.
Blómkál er ríkt af B-vítamínum og fólinsýru, C og K-vítamínum, en K-vítamin hefur bólgueyðandi áhrif í líkamanum. Blómkál inniheldur auk þess Omega 3 fitusýrur í einhverju magni. Líkt og aðrar káltegundir er blómkál stútfullt af andoxunar- efnum og hreinsandi fyrir líkamann
Í 100 g af blómkáli eru:
- 19 hitaeiningar
- 2-3 g prótín
- 1,8 g kolvetni
- 0,4 g fita
Það getur verið gaman að nota allskonar hráefni og vera svolítið forvitinn og skapa eitthvað nýtt – hér eru nokkrar uppástungur og leiðbeiningar fyrir þig að búa til og móta þína eigin rétti! Verði þér að góðu!
Blómkálsgrjón
Hrísgrjón eru algengt meðlæti með allskonar mat. Prufaðu aðskipta út hrísgrjónunum fyrir blómkál og bera fram með þeim réttum sem þér finnst henta!
Þú byrjar á því að fjarlægja stilka og blöð, skerð blómkálshausinn í hæfilega stóra bita og notar svo rifjárn til þess að rífa niður blómkálið. Rifið blómkál lítur meira að segja svolítið út eins
Að þessu loknu geturðu gert nokkra hluti:
- Þurrristað á pönnu við meðalhita í örstutta stund
- Hellt sjóðandi vatni yfir, leyft að liggja í um mínútu undir loki, svo sigtað vatnið frá
- Borið fram ferskt!
Svo kryddarðu eftir eigin smekk (salt og pipar er klassískt) og berð fram í fallegri skál
Blómkálspizza
Af hverju ekki að skipta út hinum hefðbundna pizzubotni fyrir blómkálspizzubotn
Þú þarft:
- 1 blómkálshöfuð
- 2 egg
- 2 msk ólífuolía
- 2 msk bókhveiti
- salt, pipar og hvítlaukskrydd oregano eða pizzakrydd
- Mixaðu niður blómkálshausinn í matvinnusluvél þar til hann er orðinn að einskonar mjöli. Passað samt að hann verði ekki eins og grautur – EF blandan er mjög blaut geturðu sett hana í viskastykki/þurra taubleyju og undið vatnið úr henni smá hluta í einu.
- Steiktu blómkálið í nokkrar mínútur á pönnu þar til það er orðið aðeins mjúkt ásamt olíu,salti og pipar, hvítlaukskryddi og oregano/pizzakryddi
- Settu í skál ásamt eggjum,bókhveitinu og olíunni og hrærðu vel saman
- Mótaðu 2 þunna botna úr blöndunni á bökunarpappír á bökunarplötu
- Bakaðu botnana í ofni í 30-40mínútur við 180 gráðu hita, eða þar til hann er orðinn nokkuð gullinbrúnn!
- Því næst seturðu allt sem huganum girnist á botninn – sósu, álegg og ost – og bakar þar til þér finnst pizzan vera tilbúin og girnileg!
- Njótið líkt og um hefðbundna brauðpizzu væri að ræða
Blómkálsboost
- 1 bolli gufusoðið, frosið blómkál
- 2 msk stappað avókadó (val)
- 6-8 döðlur
- 2 msk kakóduft
- 1 bolli möndlumjólk
- 1⁄2 tsk vanilla/vanilludropar
- hunang eða stevia til að sæta (val)
Allt sett í blender og blandað þar til silkimjúkt!
Njótið – með góðri samvisku!
Í maí erum við í Valkyrjunum að einblína á sköpun saman – þegar kemur að æfingum, andlegu hliðinni og sköpun í eldhúsinu. Kíktu á bloggið okkar um sköpun og núvitund ef þú vilt fá meiri innblástur.
Ef þú prófar einhverja af uppskriftunum endilega deildu því með okkur og deildu fróðleiknum með vinum þínum!
Kveðja,
HiitFit teymið