Ég fékk spurningu um daginn í gegnum könnunina sem ég sendi út fyrir páska um hversu miklu máli það skiptir að ná púlsinum upp og mig langaði aðeins að koma inná það í dag.

En svarið er að það fer algjörlega eftir þínum markmiðum og hvaða árangur þú ert að leitast eftir.

Hámarkspúls er reiknaður útfrá aldri og getur þú fundið þinn með því að draga aldur frá 220, semsagt 220 – aldur (meðaltal). Þetta er alls ekki 100% þar sem við erum öll svo einstök en það er hægt að miða við þetta í 90% tilvika.

En púlsinn segir okkur hversu mikið og hratt hjartað er að dæla blóði til líkamans. Þjálfaðir einstaklingar eru með lægri hvíldarpúls þar sem hjartað þitt verður sterkara og getur því pumpað meiri blóði í hvert skipti og þarf því ekki að reyna jafn mikið á sig og hjá óþjálfuðum.

Segjum að þú sért að undirbúa þig fyrir maraþon og ætlar að hlaupa í sumar þá þarft þú að leggja áherslu á að æfa við meðalálag til lengri tíma. Sem þýðir að þú vilt ekki keyra á alla orkuna þína strax, heldur ertu að vinna með þolið þitt og úthald þannig að þú getir hlaupið sem lengst.

Þá færir þú ekki að æfa eins mikið við hámarkspúlsinn þinn, heldur mundir miða við svokallaðan þolpúls sem er um 60 – 80%  af hámarkspúlsinum þínum, allt fyrir ofan það mundi ég flokka sem mikla áreynslu (high intensitiy)

Ef þú vilt hins vegar hámarka fitubrennslu þá mæli ég með að þú keyrir upp púlsinn vel á æfingum og nálgist þinn hámarkspúls í stuttan tíma á milli hvílda. Þá koma HiiT æfingar sér mjög vel, en rannsóknir sýna að æfingarnar keyra upp fitubrennslu og auka einnig eftirbrennslu. Einnig tapast ekki eins mikill vöðvamassi við þessar æfingar sem eru góðar fréttir fyrir þá sem vilja halda styrk í leiðinni. Þú getur lesið um fleiri ávinninga hér ef þú ert áhugasöm eða áhugasamur.

.

En þetta eru einmitt æfingarnar sem við tökum í “Sterkari á 16” þjálfun sem hefst í næstu viku!

Ef þig langar til þess að komast í form og taka heilsuna í gegn á nýjan hátt fyrir sumarið þá er þetta þitt tækifæri.

Untitled design (22)

Smelltu hér til að tryggja þér þitt sæti

.

“Minni bjúgur og engin löngun í neitt óhollt sem ég eiginlega trúi ekki!, kveðja þessi sem trúir því ekki hvað henni líður vel” – Dóra Hrund Gunnarsdóttir

“Það er svo mikið frelsi við það að æfa heima! Það er enginn að horfa á þig, skiptir engu þótt maður sé í ósamstæðum íþróttafötum, ég æfi þegar ég hef tíma.. Þetta er bara frábært !” – Thelma Dröfn

“Fann að ég ætlaði þá að finna mér afsökun að gera ekki í æfingar í dag ? en ég gerði þær og vá hvað þetta var skemmtileg æfing, púlsinn alveg á fullu, sykurlöngunin minnkað í næstum ekki neina löngun”


 

Prófaðu þessa kviðæfingu

 

 

Ekki gleyma að deila með vinum á facebook 😉

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!