Ég var að koma úr tveggja vikna ferðalagið þar sem við ferðuðumst í gegnum Þýskaland, til Austurríkis, Ítalíu og Tékklands. Þetta var frábær ferð og við upplifðum ýmislegt nýtt og skemmtilegt. Ég steig skref út fyrir þægindaramman, fékk áminningar, tók nokkur skref aftur þegar kom að heilbrigðum lífsstíl og kynntist sjálfri mér enn betur. 

Ég fann löngun til þess að deila með þér nokkrum hlutum sem ég lærði eða upplifði sem ég tel að geti nýst þér sem innblástur eða hvatning í þínu lífi.

 

Það getur verið erfitt að viðhalda heilbrigðum lífsstíl í ferðalaginu, en það er ekki ómögulegt.

 

Margir nota ferðalög og frí sem afsökun til þess að henda öllum góðu siðunum út um gluggann og detta í sukk og hreyfingarleysi. Vissulega breyttist rútínan eitthvað, en ég sá að það var alveg hægt að skera út tíma t.d á morgnanna til þess að taka stutta heimaæfingu, undirbúa hollan morgunmat, hugleiða, fara út í göngutúr,  eða eiga stutta stund með sjálfum sér í hugleiðslu. Maður þarf bara að ákveða að stilla klukkuna aðeins á undan allir aðrir vakna og þú ert komin með fullkomin „me-time“ sem þú getur notað til þess að næra þig, andlega og líkamlega.

 

Ekki horfa á sumarfríið þitt sem tækifæri til að sleppa þér, því þá ertu ennþá föst í heimi kúra og tímabundna átaka. Þegar þú ert kominn á þann stað að hugsa vel um heilsuna allt árið um kring, þá veistu að þú ert búin að skapa þér lífsstíl sem þú elskar og endist.

 

Mataræðið getur verið tricky, en það eru yfirleitt góðir kostir í boði

 

Flestir veitingastaðir bjóða uppá salöt og hollari kosti, en ef maður er orðin mjög svangur þá er löngunin yfirleitt ekki í ferskt og brakandi salat, heldur frekar ostalepjandi pizzu sem svalar kolvetnaþörfinni. Þá er mikilvægt að leyfa blóðsykrinum ekki að falla of mikið niður svo að maður sé ekki orðin eins og hungraður úlfur þegar matseðillinn er kominn í hendurnar á manni.

 

Ég er ekki að segja að maður eigi aldrei að leyfa sér að panta pizzu eða eitthvað í „óhollari“ kantinum, heldur frekar að styðjast við 80/20 eða jafnvel að dempa sig niður í 70/30 regluna í fríinu og detta þannig ekki í daglegt pizzuát, heldur velja 70% tímans hollari kostinn og leyfa sér 30% tímans eitthvað annað.

Þannig helst meira jafnvægi á mataræðinu og þér líður betur.

 

Vertu dugleg að undirbúa nesti eða snarl sem þú hefur með þér. Eitthvað sem mér fannst nýtast vel var t.d

  • Ávaxta- og hnetustangir
  • Ferskir ávextir, vínber, epli (eitthvað sem kremst ekki eða verður ógeðslegt í hitanum)
  • Grófar samlokur
  • Hnetu og fræ blanda

 

Paragliding á Ítalíu: Út fyrir þægindahringinn

 

Það er auðvelt að detta í gamalt far og velja auðveldu leiðina.

 

Ef maður er ekki búin að undirbúa sig, setja sér markmið eða ákveða einhverjar „reglur“ varðandi sykurát, vínglös, brauðát eða hvað sem það gæti verið, er auðvelt að missa tökin. Ég viðurkenni að ég klikkaði á þessu fyrir fríið og fór aðeins yfir mín mörk að því leiti að ég upplifði orkuleysi, uppþembu, þyngsli í líkamanum, bjúg og andlega vanlíðan sem fylgdi af því að ég upplifði þessa líkamlegu einkenni. Sjáðu hvernig þetta tengist allt saman.

 

Ég horfi á þetta sem góða áminningu og er staðráðin í að undirbúa næstu ferðalög betur, setja hærri staðla fyrir sjálfa mig og líða vel með ákvarðanirnar mínar. Hvað getur þú gert til að undirbúa þig betur fyrir ferðalög?

 

 

Mundu eftir að vökva þig VEL!

 

Vatn, vatn, vatn! Það má ekki klikka á þessu, sérstaklega ef þú ert í hitanum. Á hverjum morgni fylltum við nokkrar 2 L og 1/2 L flöskur og tókum með í bílinn. Þannig spöruðum við helling af pening og hjálpuðum umhverfinu með því að vera ekki að kaupa endalaust af vatni í plastflöskum. Á flestum stöðum í Evrópu er allt í lagi með vatnið í krananum og því algjörlega óþarfi að vera að kaupa vatn.

 

 

Að ferðast með börn er auðveldara en ég hélt og oft miklum við fullorðna fólkið hlutina fyrir okkur.

 

Krakkar eru ótrúlega aðlögunarhæfir, við keyrðum mjög mikið, stoppuðum á mörgum stöðum, rútínan breyttist, við vorum í stórborgum, sveitum og bæjum og strákarnir voru að elska það. Þeim fannst gaman að upplifa nýja hluti og fyrst og fremst að vera með okkur sem fjölskylda. Það sem ég áttaði mig á var að það eru þessir einföldu hlutir sem skipta máli. Við þurftum ekki að veita þeim einhverja glansmynd eða Disney garða svo að þeir séu ánægðir. Það sem þeir elskuðu mest var að vera í sundlauginni, leika og fá tímann og athyglina frá okkur.

Að sjálfsögðu kom upp væl og suð og pirringur, en það entist yfirleitt stutt og var leist á góðan máta.

Allar góðu minningarnar sem sitja eftir eru það verðmætasta sem stendur uppúr ferðinni og ég finn að við fjölskyldan erum nánari eftir tíman saman og meira tengd en áður fyrr.

 

 

 

Ég er þakklát að geta gefið strákunum mínum þessa upplifun og að þeir fái að sjá meira af heiminum. Ég trúi að það muni opna sjóndeildarhringinn þeirra og gefa þeim verðmætt ferðanesti út í lífið.

 

Eftir ferðalagið er ég svo tilbúin að komast aftur í mína góðu rútínu, taka mataræðið og hreyfinguna mína á næsta level! Ég er því ótrúlega spennt að deila með þér að við erum að fara opna fyrir skráningu í HIITFIT áskorun sem hefst 12 ágúst næstkomandi.

 

Ég veit að þetta er frábær leið fyrir þig til þess að komast í gang eða halda áfram eftir sumarfríið. Það verður nóg af hvatningu, fræðslu, nýjum áskorunum, heimaæfingum, uppskriftum, hugaræfingu og vinningum fyrir þátttakendur!

 

Og þetta er allt saman ókeypis!

 

 

 

Ertu ekki til???

Hjálpaðu okkur að dreifa orðinu og skoraðu á vinkonur þínar til að vera með. Það er svo miklu skemmtilegra að gera þetta saman!

Hlakka til að sjá þig í HIITFIT áskorun!

Skráning opnar á næstu dögum! 

 

 

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

 

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!