Valkyrja mánaðarins er ekkert smá öflug, flott og þrautseig og gefandi kona! Við erum aldeilis þakklátar að hafa hana með okkur í samfélaginu og skráði sig fyrst í námskeið hjá HiiTFiT árið 2017. Okkar fannst tilvalið að fá hana sem Valkyrju mánaðarins í febrúar. Hún talar um að samfélagið sé svo jákvætt og hvetjandi og það sama segjum við um hana!
„Ég vil byrja á því að þakka fyrir að velja mig sem Valkyrju mánaðarins ég verð svo meir þegar ég hugsa
um það og ég er svo þakklát fyrir þjálfara okkar Valkyrja Söru og Sylvíu, þær eru fallegustu sálir
sem ég hef kynnst ásamt flottu skvísunum í Valkyrju hópnum sem eru bestu klappstýrur í heimi!"
Valkyrja mánaðarins er engin önnur en Þórdís Erla Ólafsdóttir Dýrfjörð (30), búsett í fallegum bæ sem heitir Vík í Mýrdal. Hún býr þar með unnasta sínum og tveim börnum, 3 ára orkubolta og 1 árs dömu, þakklætið fyrir hennar fallegu fjölskyldu leynir sér ekki.
Dísa hefur mikinn áhuga að læra eitthvað nýtt. Útivist og ferðalög eiga hug hennar allan og henni þykir fátt skemmtilegra en að hafa eitthvað ferðalag planað! „Suma daga get ég veið fiðrildi og algjör dúer! Ég vil helst hafa eitthvað til að hlakka til, tónleika, hittinga, eða skemmtilega göngu með fjölskyldunni eða vinkonu í náttúrunni. Aðra daga finnst mér fínt að vera heima og dunda mér í rólegheitunum, með bók og tebolla og eiga stund með mér“.
Dísa hefur mikinn áhuga á eiturefnalausum lífstíl og minimalisma (Mínímalismi er ákveðinn lífstíll sem að snýst um að eiga einungis þá hluti sem maður þarfnast og nýtur þess að eiga) – Það léttir gífurlega á manni að losa sig við hluti sem maður notar aldrei.“
Mynd tekin í skógarferð – en við fórum í 3 skógarferðir í haust – svo yndislegur staður, róandi en samt orkugefandi 🙂
Lenti á vegg árið 2019 og vildi finna aftur lífsgleðina
Ég hef alltaf verið frekar ofvirk, hress og kát týpa og til í nýjar áskoranir en ég lenti á vegg 2019, eftir missi, áskoranir og miklar breytingar í lífinu mínu. Ég hef lært að vera þakklát fyrir áskoranirnar í dag því þær gáfu mér meiri þrautseigju og ég er tilbúin að takast á við allar áskoranir sem lífið færir mér. Mér fannst vanta alla lífsgleði og er í stöðugri vinnu að reyna að halda henni og passa að keyra mig ekki út!
Ég var mikill djammari en minnkaði það talsvert þegar ég átti strákinn minn 2017 og svo hætti ég alveg í áfengi 2019 þegar ég varð ólétt af stelpunni minni og tók þá ákvörðun að hætta alveg. Þynnkan og vanlíðan daginn eftir er bara ekki þess virði. Lífið býður upp á svo miklu meira!
Ég tók nokkur námskeið hjá Söru (þjálfara) á árunum 2017-2018 og líkaði vel við kerfið og náði flottum árangri en datt aftur í gamalt far en samt ekki eins mikið og áður. Núna er hugarfarið orðið númer 1,2,3 í Valkyrjunum sem er náttúrulega það sem skiptir mestu máli til að ná langtíma árangri.
Fann að ég vildi ekki stuðning í nokkra mánuði heldur alltaf og við deilum bæði sigrum og erfiðleikum
Ég skráði mig í Kickstart hóp hjá Valkyrjunum í febrúar 2020 og er ég ánægð hvað ég notaði fæðingarorlofið til að sinna heilsunni og þó svo að Covid ástandið hafi verið slæmt þá var okkur kennt í Valkyrjunum að nýta tímann sem best fyrir heilsuna og ég sé ekki eftir því og það eru þá einhverjir ljósir punktar í covid! 🙂 Var síðan í Valkyrjunum þangað til maí ákvað að skrá mig svo aftur í haust og tók þá ákvörðun að ég þyrfti stuðning ekki bara í nokkra mánuði heldur alltaf, ég þarf að leita í samfélagið þegar mig vantar hvatninguna og þegar ég þarf að pústa og líka til að fagna góðu hlutunum. Ég fékk líka smá sjokk og wake up call þegar ég var kölluð inn í leghálsspeglun þá búin að fara 2 í athugun og það er ekkert smá stressandi fær mann til að endurskoða ýmislegt og setja heilsuna í forgang!
Ég bý út á landi og mig vantaði fyrst og fremst stuðning að byrja aftur eftir barnsburð. Valkyrjuprógrammið hentar mér mjög vel, ég get tekið æfingu þegar mér hentar og helst snögga æfingu en mjög áhrifaríka ef ég hef ekki mikinn tíma, meira að segja oft með börnin í kringum mig. Engar afsakanir sko, þau hafa líka gaman af þessu hoppi og hlæja oft að mér.
Peppið og utanumhaldið er dásamlegt og við erum mikið hvattar til að skipuleggja okkur og forgangsraða rétt! Mikil orka og hvatning í elsku samfélaginu okkar sem hefur skapast í Valkyrjunum þar deilum við bæði sigrum og erfiðleikum 🙂
Ég hef alltaf fílað matarræðið sem er sett upp hjá Hiitfit – það er ekki matarprógram heldur hugmyndir af matseðlum og hollum og djúsí uppskriftum. Enginn boð og bönn en alltaf hvatning að velja hollari kostinn fyrir heilsuna. 🙂 Hjá okkur er alltaf pizza á föstudögum en ég vil helst gera með möndlumjöli eða sætkartöflu annars sér snillingur maðurinn minn um pizzuna á okkar heimili.
Var þessi týpíska týpa að fara í átak í nokkrar vikur
Ég var þessi týpíska týpa að fara í átak í nokkrar vikur og halda að ég þyrfti ekki meiri stuðning og gæti gert þetta áfram ein! Síðan áttaði ég mig á því að það er þessi stöðuga hvatning sem heldur manni gangandi. Ef þú dettur niður í djúpa holu þá hjálpar hvatningin þér að finna og ná aftur jafnvæginu.
Valkyrjusamfélagið hefur breytt jólunum hjá mér, núna er ekki að fara í eitthvað svaka átak í janúar, en ég held dampi yfir allan desember. Auðvitað fæ ég mér eitthvað sem mér virkilega langar í en ég er svo ekki að refsa mér fyrir það – það er val.
Núna langar mér alltaf að hvetja fólk til að hætta að fara í megrun og átak þegar ég heyri einhvern segja það!
Finndu jafnvægið og hreyfðu og borðaðu það sem er gott fyrir þig, eitthvað hollt alla daga. 🙂
Ég hef tekið þá ákvörðun að vera í Valkyrjunum því þær gera mér gott, ég kíki þangað þegar ég er
kannski ekki í góðu jafnvægi og mér líður einhvern vegin betur það er allt svo jákvætt og hvetjandi.
Hef lært helling um mataræði og hvernig áhrif það hefur á mig ekki bara líkamlega heldur líka andlega
Ég vel mun hollara mataræði og meira grænt en áður, auðvitað bankar nammi púkinn uppá en þá er bara að velja hollara naslið (kostinn). Ég hef lært helling um mataræði og hvernig það hefur áhrif á mig andlega. Ég forðast mat sem fer illa í mig, sem er í mínu tilfelli unnar kjötvörur. Það er auðvitað persónubundið hvað hentar hverjum og einum. Ég borða hreint kjöt alveg fyrsta flokks beint frá býli en reyni að forðast unnar kjötvörur nema hráskinku, en hún er alveg spari enda er hún svo góð! Ég hef líka minnkað talsvert mikið skyndibita síðan ég byrjaði í Valkyrjunum og ef ég er á ferðinni vil ég frekar hollari skyndibita.
Ég tek reglulega þátt í boost áskorun sem er reglulega haldin innan Valkyrjusamfélagsins og fæ ég mér núna boost nokkrum sinnum í viku.
Ég elska líka að baka og ég hef lagt áherslu á að baka hollt og er flest allt sem ég geri ætilegt, spyrjið bara manninn minn. Hehe 🙂
Setur markmið sem eru raunhæf og hristi af sér þessa ALLT eða ekkert hugsun
Ég fann breytingu í hreyfingunni þegar ég hætti að fara all-in og æfa alla daga núna er ég að setja markmið 2-3 í viku og allt auka er bónus. 🙂 Ég ræð betur við þau markmið verandi í nánast fullri vinnu með heimili og tvö ung börn. Live æfingarnar hafa einnig haldið mér á góðu róli og geri ég alltaf live æfingu það er skylda!
Ég er léttari á mér að öllu leyti og sterkari!
Velur að vera hamingjusöm – ég geri mig hamingjusama sjálf en ekki aðrir!
Ég vel að vera hamingjusöm það er enginn annar sem á að gera mig hamingjusama! Innri friður og meiri jákvæðni er helsta breyting á hugarfari – ég á ennþá langt í land með hugarfarið en ég er komin miklu lengra en ég hélt. Ég ríf mig niður, ég er ógeðslega hörð við sjálfan mig, en ég hef lært að sýna mér mildi og veit að ég er mannleg og ég geri mistök. Ég er að byrja að elska mig – elska mig eins og ég er og ég elska jákvæða líkamsímynd (e. body positivity) <3
Það sem öðrum finnst um þig kemur þér ekki við – ekki taka neinu persónulega
Ég finn að ég er þúsund sinnum betri mamma og unnusta 🙂 Mig langar að vera í kringum jákvætt fólk og fæ græna bólu af neikvæðni. Ég á yfirleitt í góðum samskiptum við fólk enda hef meira og minna verið í þjónustustörfum allt mitt líf. En ég hef unnið vel í þessum málaflokki þetta árið! Það helsta sem ég hef lært er:
- Það sem öðrum finnst um þig kemur þér ekki við – s.s ekki taka neinu persónulega og ekki taka því inn á þig sérstaklega ekki vandamál annara
- Þú getur ekki breytt fólki þú getur bara breytt þér og þínum viðbrögðum
- Það var góð kona sem kenndi mér líka að kvarta jákvætt og ég er að æfa það þessa dagana! Þú finnur eitthvað jákvætt og hrósar kannski en svo segirðu vandamálið sem þig vantar lausn á.
- Ég hef enga löngun í að rífast við neinn ég vil bara frið og jákvæða orku!
Hvað hefur þú upplifað helst seinustu mánuði í Valkyrjusamfélaginu?
Mikilvægi þakklætis og hvað það skiptir miklu máli að vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og fullt af skemmtilegum áskorunum sem lita lífið og gerir það fjölbreytt og skemmtilegt. Mikilvægi hugaræfinga og hugleiðslu! Hugleiðsla hefur hjálpað mér svo mikið að díla við allskonar eftirsjá og að fyrirgefa og halda áfram veginn. Eftir dag með mikið af áreiti (sérstaklega neikvæðu) er ekkert betra en að setjast niður og hugleiða það róar hugann.
Mikinn stuðning frá Valkyrjusamfélaginu. Elska vinkonu þemaðar vikur þá er extra mikill stuðningur og pepp!
Takk aftur elsku gullpíurnar mínar!
Vellíðan eftir góða hugleiðslu
Hvaða hindranir hefur þú komist yfir?
Ég hef komist yfir það að refsa mér fyrir að borða óhollt! Uppáhalds kvótið mitt tengt því er:
„Exercise is celebration of what our body can do not a punishment for what you ate."
Aðalmálið er að líða vel í eigin skinni, finna léttleikann og vera sama hvaða tala er á vigtinni
Ég hreyfi mig fyrir andlega heilsu og ég er hætt að taka af mér myndir og bera þær saman, það er gott til að minna mann á hvað maður er komin langt en getur líka verið ákveðinn heilaþvottur. Aðalmálið er að mig langar að líða vel í eigin skinni, finna léttleikann og mér er sama hvaða tala er á vigtinni, ég hreyfi mig og mér líður þúsund sinnum betur andlega.
Ég hef verið í nokkur ár að vinna með mína meðvirkni – að hætta að þurfa að þóknast öllum! Ég hef verið hrædd að fólk yfirgefi mig ef ég geri ekki eitthvað fyrir það eða það sem því þóknast. Auðvitað blundar hún innst inni og í tengslum við ákveðnar manneskjur en ég er búin að vinna helling í henni og stend meira með sjálfri mér.
Hvað er besta heilsuráðið sem þú hefur lært í Valkyrjusamfélaginu og myndir deila til annarra?
Í fyrsta lagi: Þetta er langhlaup ekki spretthlaup! Að breyta venjunum sínum tekur tíma (Kvót: Hvatning er það sem kemur okkur af stað, góðar venjur halda okkur gangandi.)
TAKTU tíma fyrir sjálfan þig, gefðu þér tíma. Taktu frá tíma í dagsins amstri bara fyrir þig. „Hey maki, ég ætla fá tíma fyrir mig þarna klukkan þetta“ og stattu svo við það og gerðu eitthvað sem er virkilega gott fyrir heilsuna þína!
Við eigum það til að vera rosalega harðar við okkur sjálfar og taka alltof mikla ábyrgð á okkur.
Elskaðu sjálfan þig og komdu vel fram við þig og þá mun allt gott koma til þín.
Annað mikilvægt að gefast ekki upp þó þú eigir slæman dag og dettur niður.
Haltu áfram það kemur annar dagur eftir þennan dag og byrjaðu hann vel!
Ein mega sátt pía, búin að taka æfingu í nýju æfingabuxunum frá Brandson 🙂
Hver er þín uppáhalds minning eða móment á þessum tíma?
Þegar við Valkyrjurnar bjuggum til afmælisæfingu saman fyrir eina í hópnum. Það var mjög skemmtileg æfing! 😀
Við vorum líka í fyrstu Covid bylgjunni að gera allskonar áskoranir eins og ákveðin dans og taka upp og t.d raða klósett pappírsrúllum í turn á meðan maður er að planka og allskonar svoleiðis flipp. 🙂
Ég elska líka þegar við fáum heilsuvinkonur þá erum við paraðar nokkra saman og hvetjum hvor aðra til dáða <3
Líka bara öll ljósaperumómentin sem ég hef fengið og alla sjálfsumhyggjuna sem ég hef öðlast 🙂
Hvað mundir þú segja við konur sem eru búnar að vera að hugsa um að breyta lífsstíl en eiga erfitt með að taka fyrsta skrefið?
Taktu skrefið og vertu með!
Vertu besta útgáfan af sjálfri þér!
Settu þig í fyrsta sæti!
Valkyrjurnar er fullkomin staður til að byrja 🙂
Ég hlakka til að vera samferða þér 🙂
Að lokum eitt kvót í viðbót:
„You can always buy a new phone but never buy new health, invest in your health!"
t.v. Í bústaðarferð – búin að taka æfingu og vellíðan skín í gegn!
t.h. Dísa er alltaf til í ævintýri – út úr þægindahringnum
Við viljum þakka Dísu kærlega fyrir að deila sögunni sinni, hún er mikil fyrirmynd og hvatning og það hefur verið og er alveg yndislegt að vinna með henni og hafa hana með okkur í samfélaginu.
Við vitum að stuðningur er mikilvægur og að vinna að heilbrigði á líkama og sál – og líkami og sál hafa aldeilis áhrif á hvort annað. Er þinn tími kominn?
Það er opið fyrir skráningar í Valkyrjusamfélagið
Hamingjusöm sál í hraustum líkama.
Heilsuknús,
Sara & Sylvía