Desember er yndislegur tími, jólaljósin, -lögin, skreytingarnar og hugguleg heitin með fjölskyldunni. Þessi tími hefur hins vegar fleiri fylgifiska eins og meiri sykurneyslu, gosdrykkju, konfekt og smákökur, óhollari matarvenjur, hugsanlega meira stress, breyttar svefnvenjur og hreyfingarleysi. Ég tók saman nokkra hluti sem gott er að hafa í huga í desember ef þú vilt setja andlega og líkamlega heilsu í forgang og hvet þig til þess að prófa nokkur, eða öll.

 

1. Skapaðu þér góða morgunrútínu

 

Að byrja morguninn vel setur tóninn fyrir daginn þinn. Það er ekkert betra en að vakna örlítið á undan öllum og gefa sjálfri sér tíma fyrir sig. Hvort sem það sé til þess að hreyfa sig, hugleiða, skrifa þakklætisdagbók, eða njóta morgunmatsins í ró og næði yfir kertaljósi. Settu upp góða morgunrútínu sem þú veist að nærir þig og gefur þér orku, gleði og vellíðan inní daginn þinn.

Hvað er það sem þú þarft mest á að halda en gefur þér sjaldan tíma fyrir?

Notaðu morgnanna og gefðu þér bestu gjöfina þá!

Það eina sem þú þarft að gera er að fara fyrr að sofa og hætta að ýta á snooze.

 

 

2. Mundu eftir framtíðarsýninni þinni

 

Hugsaðu reglulega um markmiðin þín og hvert þú vilt stefna. Vertu með skýra framtíðarsýn fyrir sjálfa þig og lífið þitt. Þetta er rosalega mikilvægt ef þig langar að breyta um lífsstíl og eitthvað sem við leggjum mikla áherslu á í heilsusamfélaginu okkar.

Langar þig að vera heilbrigðari og líða betur? Viltu upplifa meira sjálfstraust og trú á eigin getu? Viltu verða þín eigin besta vinkona og standa við gefin loforð?

Hvar sem þú ert stödd á þessu ferðalagi hafðu í huga hver heilsumarkmiðin þín eru og rifjaðu þau upp á hverjum degi.

Ekki skemma fyrir framtíðar-þér og gefa sjálfri þér afslátt með: „Ég næ þessu af mér í janúar“ hugsun – hvernig hefur sú hugsun þjónað þér hingað til?

 

 

3. Hafðu gott skipulag

 

Skipulag er svo mikilvægt þegar kemur að því að ná árangri, settu gott plan niður þegar þú ert ný búin að sjá fyrir þér og upplifa framtíðarsýnina þína. Þannig ertu líklegri til að setja niður skipulag sem styður við þína bestu útgáfu. Vertu síðan ákveðin í að fylgja því eftir, mundu að það er mikilvægt að standa við gefin loforð. Það versta sem þú gerir er að svíkja sjálfa þig, þannig vinnur þú gegn sjálfsörygginu þínu og minnkar trúna á sjálfa þig. Skipulagið hjálpar þér að koma hlutum í verk og styður þig í að nálgast framtíðarsýnina þína.

 

 

4. Settu orku og vellíðan í fyrsta sæti

 

Í stað þess að einblína á kg tölu í desember, prófaðu að setja orku og vellíðan í forgang. Heilinn okkar vill nefnilega helst fá “verðlaun” fyrir erfiðið sitt strax. Ef þú treystir eingöngu á að kg tölu markmið haldi hvatningunni þinni gangandi í desember (eða nokkur tíma) þá mun ferðalagið verða erfiðara en ella. Ef þú setur það hins vegar sem markmið að upplifa orku og vellíðan í dag, þá upplifir þú ávinninginn strax, um leið og þú klárar æfinguna! Þannig viðheldur þú innri hvatningu til þess að hreyfa þig og hugsa vel um líkamann allan ársins hring.

 

 

 

5. Forgangsraðaðu sjálfsumhyggju

 

Settu það sem forgang að hugsa vel um andlega og líkamlega heilsu. Þó svo að heimilið sé ekki fullkomið, eða þvotturinn ekki brotinn saman. Skiptir það öllu máli í stóra samhenginu? Hlúðu að þér í desember, settu þínar þarfir í forgang. Hvað þarft þú á að halda í dag? Fáðu aðstoð ef þú þarft þess, finndu leiðir og lausnir til þess að gefa sjálfri þér 30-60 mínútur daglega sem er bara fyrir þig. Psss.. að vakna klst fyrr er frábær leið til þess að skera út tíma, ef seinniparturinn er áskorun fyrir þig.

 

 

6. Ákveddu hvernig dagurinn þinn á að vera

 

Ákveddu það fyrirfram! Ekki leyfa umhverfinu að hafa áhrif á þína líðan, settu það sem markmið að dagurinn verði frábær og jákvæður. Settu í skipulagið hluti sem styðja við það. Ef þú vilt upplifa orkumikinn og glaðan dag, hvað þarftu að gera? Hvaða skref þarftu að taka til þess að upplifa þannig dag? Vertu dugleg að setja ásetning og taka ábyrgð á eigin heilsu og vellíðan. Það mun engin gera þetta fyrir þig. Ekki setja ábyrgðina á þína nánustu eða fólkið í kringum þig að uppfylla þínar þarfir. Við þurfum að taka stjórnina á okkar lífi og líðan. Settu ásetning kvöldinu áður eða snemma á morgnanna um hvernig þú vilt að dagurinn þinn verði.

 

7. Mundu eftir vatninu og þessu græna

 

Vertu dugleg í vatninu, oft þegar við upplifum sykurþörf eða slen þá vantar líkamanum okkar bara vatn. Hann er uppþornaður! Þannig vendu þig á að vera með vatnsglas við höndina og góðan brúsa í bílnum. 

Grænu boostarnir eru síðan algjör bjargvættur þegar kemur að því að slá á sykurpúkann. Þegar allt er flæðandi í konfekti og smákökum í kringum þig, verður margfalt auðveldara að afþakka þegar þú hefur fengið þér einn gómsætan og grænan.

 

 

8. Þakkaðu fyrirfram

 

,,Mundu eftir þakklætinu”, heyrir þú ábyggilega oft. Sem er alveg rétt því rannsóknir sýna að fólk sem er þakklát fyrir hlutina í lífinu sínu upplifir meiri gleði og er almennt séð hamingjusamara. En hefur þú prófað að þakka fyrirfram?

Prófaðu að þakka fyrir alla góðu hlutina sem eru á leiðinni til þín! Þannig ertu að opna fyrir og taka á móti öllum gjöfunum sem gætu verið á leiðinni til þín. Þakkaðu fyrir markmiðin þín eins og þau séu nú þegar orðin að veruleika. Manstu framtíðarsýnin sem mikilvæg er að hafa fyrir lífið sitt og heilsu? Finndu fyrir þakklætinu að vera nú þegar komin á þann stað! Upplifðu það innra með þér daglega og þakkaðu fyrir.

,,Takk fyrir góðu heilsuna mína, takk fyrir þessa brjáluðu orku sem ég upplifi á hverjum degi, takk fyrir þennan sterka líkama, takk fyrir alla þessa hamingju og gleði sem ég upplifi, takk fyrir góðu samskiptin og samböndin í lífinu mínu, takk fyrir velgengnina, takk, takk, takk… “

Ef þú byrjar daginn þinn svona, hvernig ákvarðanir ertu líklegri til að taka yfir daginn ?

 

9. Hreyfðu þig daglega

 

Settu hreyfingu í forgang, hvort sem það sé æfing, dans eða göngutúr. Hvað sem þér þykir skemmtilegt að gera, settu það sem markmið að ná a.m.k 30 mín á dag. Þannig heldur þú líkamanum heilbrigðum og sterkum. Kemur blóðflæðinu af stað, gleðihormónunum og upplifir mun meiri orku og vellíðan fyrir vikið. Þú minnkar einnig líkur á sjúkdómum og eflir ónæmiskerfið þitt.

Þann 11. desember byrjar hreyfijólaáskorun hjá HIITFIT þar sem við ætlum að hreyfa okkur saman 20-30 mín á dag og gefa þátttakendum gjafir í skóinn í leiðinni. Við erum í sannkölluðu jóla gjafastuði!

 

 

 

Vertu með okkur og fáðu hvatninguna og stuðninginn til að setja hreyfingu í forgang! 

 

Þátttaka er ókeypis.

 

 

Heilsu-  og kærleikskveðjur

 

 

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

Stofnandi www.hiitfit.is