Ég veit ekki með þig, en mér finnst ég alltaf vera heyra meira og meira talað um mikilvægi samfélags, vinahópa eða afsakið enskuslettuna “tribes”. Ég hef sjálf verið að hugsa meira og meira um þetta og er þetta einmitt ástæðan fyrir því að ég stofnaði Valkyrjurnar, lifandi samfélag þar sem stelpur og konur geta staðið saman í heilsuferðalaginu sínu og hvatt hvor aðra áfram. 

 

Það er nefnilega alveg ótrúlegt hvað maður getur gert með réttu tólin, upplýsingarnar, stuðninginn og samfélagið á bak við sig. Fólk sem er að stefna í sömu átt og við, með svipuð markmið og lífssýn. 

 

“Ég elska að tilheyra þessum hópi, hann er svo hvetjandi”

“Ef ég nenni ekki að æfa, þá þarf ég ekki annað en að kíkja hingað inná og þá peppast ég upp”

 

 

Eitt af því algengasta sem fólk lendir í er að deila ekki hindrunum sínum, áhyggjum og erfiðleikum. Það sem gerist þá er að við upplifum eins og við séum ein í alheiminum og þá geta þær oft virst óyfirstíganlegar. En ef þú getur opnað þig í öruggu og stuðningsríku umhverfi færðu yfirleitt hvatninguna, réttu ráðin og hughreystinguna sem þú þarfnast til þess að brjótast í gegnum hindranirnar þínar. 

 

Því öll erum við að glíma við mjög svipaða hluti og það er mjög líklegt að einhver í kringum þig hafi einmitt yfirstígið það sem þú ert að glíma við í dag. 

 

Það getur verið erfitt fyrir marga að opna sig og tjá sig um erfiðleikana sem þau eru að glíma við en það er einmitt þá sem töfrarnir gerast og þú færð hollráðin sem þú þarfnast frá einhverjum sem hefur gengið í gegnum það sama. 

 

Það er í genunum okkar að vilja finnast við vera partur af einhverju, partur af hópi, samfélagi, uppbyggjandi verkefni, og langaði mig því í dag að bjóða þér að vera með í 10 daga HiiTFiT áskorun!

 

Þarna komum við saman og setjum okkur ný markmið og ákveðum að fylgja þeim eftir! Hvort sem þig vantar hvatninguna til þess að komast aftur af stað eða vilt halda áfram að byggja þig upp er þessi áskorun fyrir þig.

 

Ég er ótrúlega spennt fyrir áskoruninni og stefni á að gera hana að þeirri flottustu frá upphafi! 
 

Þú færð tól til þess að taka formið þitt lengra með stuttum og hnitmiðuðum HiiTFiT heimaæfingum, hugarkennsla um markmiðasetningu frá mér, það verður salatáskorun í samstarfi við Local, helling af hvatningu og fræðslu, skemmtilegur leikur verður í boði og glæsilegir vinningar frá samstarfsfyrirtækjum fyrir þá sem taka þátt. 

 

Við leggjum áhersluna á samfélag og að hvetja hvort aðra áfram og að sjálfsögðu ætlum við að hafa gaman í leiðinni!

 

Það eru ennþá 3 vikur í að við byrjum, en ég var bara svo spennt að segja þér frá og opnaði því snemma fyrir skráningu! 

 

Þetta er frábær leið til þess að koma sér af stað eftir sumarið, þar sem við leggjum áherslu á að koma hugann með okkur í lið, setja rétt markmið fyrir ÞIG og koma hreyfingu niður í rútínuna. 

 

SMELLTU HÉR til að skrá þig!

 

Þetta er fullkomið tækifæri fyrir þig til þess að taka heilsuna þína á næsta stig, læra eitthvað nýtt og jafnvel finna eitthvað sem þú getur gert að lífsstíl. Kveðjum megrunarkúrana, átökin og að “byrja á mánudaginn” hugsunarháttinn. 

 

“Ég elska þessa áskorun, hef aldrei svitnað eins mikið á svona stuttum tíma”

 

Sendu þetta áfram á bestu vini þína og skoraðu á þá að vera með líka. 

 

Ég hlakka ótrúlega mikið til og vonast til að sjá þig í áskorun. 

 

Heilsukveðja

Sara Barðdal

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!