Áttu stundum erfitt með að ná markmiðunum þínum?
Ég held að við getum allar sagt JÁ við þeirri spurningu.
Meira að segja í dag, þá klikka ég stundum á mínum, en málið er að ég veit nákvæmlega af hverju það gerist.
En það var alls ekki alltaf þannig.
Ég átti það til að ströggla ótrúlega mikið með heilbrigðan lífsstíl. Ég var alltaf að byrja og hætta, detta í gamalt far, detta í sukk og sykur og það var alveg óþolandi. Því mig langaði svo að lifa heilsusamlegu lífi, upplifa orku daglega og sterkan líkama en ég virtist alltaf vera að vinna á móti sjálfri mér.
Ákvarðanirnar mínar og venjur voru ekki að styðja við manneskjuna sem mig langaði að vera. Þannig ég ákvað að kafa ofaní málið og finna lausnina. Síðustu 5-7 ár hef ég helt mér ofaní mikla sjálfsvinnu og skoðað mikið í kringum markmiðasetningu og af hverju sumir eiga erfitt með að breyta en öðrum tekst það.
Mig langar að deila með þér því sem ég hef lært og hef því sett upp 3 myndbanda masterclass í markmiðasetningu sem þú getur skráð þig ókeypis í núna.
Þetta er fyrir þig ef þig:
- Langar að breyta um venjur og lifa heilbrigðara lífi
- Langar að læra meira um markmiðasetningu sem virkar
- Langar að skilja sjálfa þig betur og hvernig hugarfarið þitt virkar
- Langar að læra hvernig þú getur viðhaldið hvatningunni og náð langtímaárangri
Ef þú virðist alltaf detta í gamalt far og ert orðin þreytt á því þá er þetta masterclass fyrir þig. Þú færð líka 10 spurninga próf sem þú getur farið í gegnum og séð hvort þú sért að setja þér rétt markmið eða hvort markmiðin þín séu jafnvel orðin úreld.
Ég get ekki beðið eftir að deila þessu með þér, ég vonast til að sjá þig í markmiðakennslunni
Tryggðu þér sæti hér
Það er ekkert betra en að standa við gefin loforð gagnvart sjálfri sér og byrja að færast nær markiðunum sínum.
Þegar ég sá að það var ég sem var við stjórnina og að ég gat gert breytingar sem entust þá fylltist ég stolti, krafti og gleði. Það er svo ótrúlega gefandi!
Ég vona að þú sért tilbúin að kick starta 2020 á nýjan hátt og horfa á markmiðasetningu öðruvísi.
Hlakka til að sjá þig
Heilsukveðja
ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi
og HIITFIT teymið