„Hæ ég heiti Karina Nielsen og er 35 ára. Ég er mamma, eiginkona, vinkona, kona, fyrirmynd og ég bý úti á landi. Ég bý í sveit á Snæfellsnesi, þar sem er ca. 400 kindur. Ég ásamt manninum mínum aðstoðum þegar við getum tengdaforeldrum mínum sem eiga jörðina og kindurnar. Ég bý ca. 30 mín frá Borgarnesi og sveitin tilheyrir Borgarbyggð, ég er leikskólakennari á leikskóla í Borgarnesi.“  

Áður en Karina byrjaði hjá Valkyrjunum fyrir rúmu ári síðan, þá hafði hún prófað nokkrar fjarþjálfanir og æfingarprógröm. Hún æfði stíft í mörg ár frjálsar og var vön miklum æfingum og stífum matarplönum. Hún hætti að æfa fyrir um 7 árum, og var aldrei ánægð með sjálfa sig og gat ekki fundið þessa „réttu aðferð“ með hreyfingu og að sinna fjölskyldunni. Henni fannst alltaf eitthvað vanta, og gat ekki fundið hvað það var. Hún hugsaði oft hvernig hún gæti verið góð fyrirmynd fyrir stelpurnar sínar ef hún væri ekki sátt við sjálfa sig.

 

„Mér fannst þetta oft ekki vera mögulegt, að vera að vinna, að vera mamma, að sinna heimili, að sinna börnum og fjölskyldunni“.

„En svo birtist svarið, Valkyrjurnar opnuðu augu mín fyrir því að þetta væri mögulegt“.

 

 

Af hverju valdir þú Valkyrjurnar? 

,,Ég valdi Valkyrjurnar eftir að ég var búin að fylgjast með Hiitfit og Söru Barðdal og fannst Hiit æfingarnar eiga vel við mig, stuttar og góðar æfingar. Þetta var skyndiákvörðun og ég hugsaði að þetta væri síðasta úrræðið sem gæti hjálpað mér að finna íþróttakonuna innra með mér aftur.

Ég elska æfingarnar sem eru inni á Valkyrjusamfélaginu, þær eru stuttar og góðar og hægt að gera hvar sem er, hvort sem það er heima, úti eða í ræktinni.

Mataræðið hjá Karinu er frábært, hún hefur nýlega prófað hreinsun frá Valkyrjum, sem opnaði enn á ný augun hennar fyrir nýjum frábærum réttum. Hún upplifir sig sem hrausta og er virkilega að spá í hvað hún er að borða og hvað hún eldar fyrir sig og fjölskylduna sína. Hún borðar ég til að fá næga orku fyrir daginn og kvöldið og næsta dag. 

 

„Ég elska sjálfa mig þegar ég lít í spegil, mér finnst ég vera góð fyrirmynd. Hugaræfingarnar hjálpa mikið og það tók tíma til í að byrja að gera hugaræfingarnar og fá hugann á réttan, þann stað þar sem hann er í dag. Þegar hugurinn er komin á réttan stað þá fer þetta allt að rúlla. Ég er glaðari og finnst gaman að sýna stelpunum mínum að mamma geri æfingar og það er í lagi að mamma fái smá me-time“.

 

Karina er enn að læra að hún þarf ekki að vera ekki þessi fullkomna manneskja sem þarf að hafa allt 100% en Valkyrjusamfélagið hefur hjálpað henni að átta sig á því að heimilið þarf ekki að vera fullkomið og hún ekki heldur.

 

„Valkyrjusamfélagið hefur hjálpað mér að elska sjálfa mig eins og ég er og ekki að líta á kg á vigtinni. Vá hvað það er æðislegt, það er eins og ég er að kynnast nýrri manneskju. Ég elska sjálfa mig, ég er nóg, ég er fyrirmynd, ég er hraust ég er sterk ég er jákvæð“. 

Fjölskyldan hennar og vinir hafa stutt við hana allan tímann og hafa séð þennan flotta árangur og hún hefur betri samband við vini sína og fjölskyldu því hún hefur haft þau með í ferðalaginu. 

 

„Áður en ég var í Valkyrjunum þá fannst ég þurfa alltaf að segja það sem ég hélt að allir vildu heyra en í dag er ég ekki hrædd við að segja mínar tilfinningar og hvað mér finnst. Ég skipti máli 😊“. 

 

Hvað hefur þú upplifað helst seinustu mánuði í Valkyrjusamfélaginu? 

 

„Síðasta mánuð hef ég upplifað það að ég geti gert allt. Ég er óhrædd við að prufa nýja hluti og ég skráði mig í zumba t.d og ég elska það, mér finnst ég vera orðin sterk og æfingarnar eru æðislegar“.

 

Karina ákvað að taka matarhreinsun hjá Valkyrjusamfélaginu og það gekk vel – borða hreinan, næringarríkan mat í 5 daga.

Sara og Sylvía héldu vel um okkur sem tóku ákvörðun að fara í hreinsun“. 

 

 

Hvaða hindranir hefur þú komist yfir? 

 

„Stærsti hindrunin sem ég hef þurft að komast yfir hefur verið að sigrast á huganum, með hugaræfingum sem Sara er með í hverjum mánuði, þær eru frábærar og virkilega fá þig til að hugsa, bæði tilbaka í fortíðina, til framtíðar, og að geta upplifað núið“.

Í sumar gat Karina ekki hlaupið eða hoppað vegna bólgna í liðum í ökkla en hún ákvað að líta á þetta með jákvæðum augum og finna aðrar leiðir og hún stoppaði ekki, heldur leitaði lausna – sem hún fann! Hún fann aðrar leiðir til að gera æfingarnar og með því upplifði hún líka hvað hún er hraust og sterk. 

 

Hvað er besta heilsuráðið sem þú hefur lært í Valkyrjusamfélaginu og myndir deila til annarra?

 

„Ég mæli með að skipuleggja daginn og vikuna vel. Ekki gera allt í einu, byrjaðu á einu og svo geturðu bætt því næsta við. Til dæmis þá geturðu byrjað á huganum. sem ég mæli með, og bætt svo inn æfingunum, og þegar það er komið í rútínu þá ferðu að skoða mataræðið. Þú ert nóg, þú ert góð fyrirmynd, þú ert perfekt eins og þú ert“.

 

Hver er þín uppáhalds minning eða móment á þessum tíma? 

 

„Mín besta minning er þegar stelpurnar mínar fara að gera æfingar og þær segja að þær ætla að vera eins sterk og mamma.

,,Sjáðu mamma, ég geri æfing eins og þú ….nú er ég sterk eins og þú“. Það gefur mér mikið.

Mitt AHA móment var þegar ég hlustaði á hugaræfingu um fyrirgefning. Ég gat fyrirgefið þeim úr fortíðinni minni sem ég þurfti, en ég var lögð í einelti þegar ég var barn og það að miklu leiti mótaði sjálfsmynd mína. Í dag elska ég sjálfa mig og stend með sjálfri mér.“

 

 

Hvað mundir þú segja við konur sem eru búnar að vera að hugsa um að breyta lífsstíl en eiga erfitt með að taka fyrsta skrefið?

 

,,Ekki bíða of lengi, vertu hugrökk og taktu stökkið. Þú færð alltaf eitthvað útúr þessu. Ég gat gert þetta, þá getur þú gert þetta líka.“

Karina var í yfirþyngd og nennti ekki að gera æfingar eða kom sér ekki af stað að gera þær. Í dag með hjálp Valkyrjusamfélagsins þá er hún hraust og hún vil hreyfa sig – Mataræðið er gott og ég er ekki lengur í yfirþyngd.

 

,,Mig langar að segja að ég er þakkalát fyrir að hafa skráð mig í Valkyrjurnar, Sara og Sylvía er frábærar þjálfarar og fylgja manni alveg eftir. Þær eru með allt á hreinu og mér finnst ég virkilega tilheyra góðu samfélagi sem styður við alla. Æfingarnar verða betri með hverjum mánuði og hlakka alltaf til að sjá í hverju mánuði hvernig æfingarnar eru. Ég hef lent í ýmsu í sumar og hef ekki gefist upp heldur fundið leið til að halda áfram að gera æfingar og halda mér á tánum og þessi flotta kona sem ég er í dag. Mér finnst hugaræfingarnar og hugleiðslurnar alveg frábærar, mikið utanumhald og það er ekki bara æfingar heldur líka æfingar fyrir hugann, hugaræfingarnar. Það er líka matarplan ef maður þarf á því að halda. Það er virkileg hvatning frá þjálfurum og svo öllum Valkyrjunum. Við stöndum saman“.

 

 

 

 

Kannastu við að vilja forgangsraða hreyfingu og heilsu framar en þú gerir nú þegar, hefur löngunina til að taka þig á og breyta um lífstíl en finnst erfitt að vita hvar þú átt að byrja?

 

 

Fáðu 7 daga ókeypis aðgang að Valkyrjunum!

Þar sem þú færð: Hugarþjálfun sem hjálpar þér að vera besta útgáfan af sjálfri þér 7 daga matseðil gegn sykurpúkanum Myndbönd af heimaæfingum, upphitun og teygjum

Smelltu hér til að prófa ókeypis