Valkyrja mánaðarins er Svanhvít Aradóttir, hún verður 47 ára í desember. Svanhvít er fædd og uppalin á Neskaupstað og býr þar með eiginmanni sínum og 9 ára dóttur. Fyrir á hún 21 árs dóttur sem var að byrja í Háskóla Íslands. Svanhvít er þroskaþjálfi að mennt og hefur unnið við það sl. 23 ár með tveimur fæðingarorlofs tímabilum. Svanhvít hefur unnið andlega krefjandi vinnu lengi og í fyrra fór hún að finna fyrir líkamlegri vanlíðan sem leiddi til þess að hún klessti á vegg. 

 

 

“Heilsa mín var ekki góð en ég hlustaði ekki og ýtti líðaninni alltaf á undan mér. Ég var hætt að sofa, kvíðinn jókst, ég var mjög gleymin, verkjuð og bólgin í líkamanum.  Ég fór í veikindaleyfi frá vinnu og það er komið ár núna í byrjun nóvember. Ég greindist með vefjagigt og festumein í höfðinu jafnframt því að klessa á vegginn. 

 

Ég átti mjög erfitt með að viðurkenna þetta allt og sættast við það; ég var bara með verkjaðan líkama og of þung – það var ekkert að mér, ég vann við að ráðleggja fólki en gat ekki gefið sjálfri mér ráð hvað þá gefið sjálfri mér leyfi til að ganga í gegnum það sem var að gerast. Með aðstoð góðs fólks var ákveðið að ég færi í leyfi og verð það eitthvað áfram.” 

 

 

Af hverju valdir þú Valkyrjurnar? 

 

Ég kynntist HiitFit og æfingarkerfinu hennar Söru Barðdal í gegnum vinkonu sem þekkti konu sem var í þjálfun hjá Söru, þetta var árið 2018. Í september 2019 sá ég að það var að byrja nýtt námskeið af Sterkari á 16 og ég ákvað að drífa mig í það aftur.”

 

Svanhvít er ánægð með hvað æfingarnar eru stuttar, hægt að aðlaga á alla vegu og hægt að gera þær heima, úti eða bara hvar sem er. Í beinu framhaldi fór hún svo í Valkyrjurnar og er að fíla sig þar. Svanhvít valdi Valkyrjurnar fyrst og fremst út af því að hún getur gert æfingarnar heima. Henni fannst leiðinlegt að koma heim eftir vinnu og þurfa þá að drífa yngri dótturina í pössun til að hún gæti farið eitthvað í hreyfingu. Þetta var því meiriháttar leið fyrir hana. 

 

“Síðar kynntist ég öllum frábæru hugaræfingunum, hugleiðslunum og mataræðinu í Valkyrjunum. Það var því mjög auðveld ákvörðun í fyrrahaust að fara aftur í þetta æfingakerfi, að geta æft heima, fá stuðninginn á netinu og alla samstöðuna í Valkyrju samfélaginu. Sara og Sylvía þjálfararnir okkar eru yndislegar, mikil fjölbreytni hjá þeim hvort sem er í æfingum eða hugarvinnunni og svo eru þær alltaf til staðar fyrir okkur á netinu ef við þurfum svör við spurningum okkar varðandi hugarfar eða æfingar.”

 

Hvernig hefur Valkyrjusamfélagið breytt þinni daglegu rútínu? 

 

Í vetur eftir að vefjagigtin blossaði upp fór ég að skoða mataræði mun betur sem fylgdi Valkyrjunum. Ég fann út að hveiti og sykur fer svakalega illa í mig og allar uppskriftirnar í Valkyrjunum eru hollar, stútfullar af grænu grænmeti og engin viðbættur sykur eða hvítt hveiti.

 

Fyrsta skrefið hjá Svanhvíti var að setja inn daglegan grænan boost  Síðan tók hún út það sem hún vissi að væri ekki gott fyrir sig og þannig fikraði hún sig áfram í það holla góða mataræði sem hún nýtur þess að borða í dag. Hún tekur meðvitaða ákvörðun að borða sykur og sætabrauð og fær því ekkert samviskubit eftir það. Matseld hjá henni var orðin allt of rútínubundinn en í dag finnst henni skemmtilegra að pæla í uppskriftum og útbúa grænmetisrétti.

 

“Núna í haust fór ég í gegnum 5 daga hreinsun. Ég upplifði mikinn létti í líkamanum og leið mjög vel á því mataræði. Ég fór að fá meiri áhuga á að elda hollt og skoða innihaldslýsingar á því sem ég kaupi út í búð. Ég stefni á að gera svona hreinsun aftur og með reglulegu millibili.

 

 

Einnig lærði ég að búa til minn eigin djús. Fékk gefins djúsvél og elska það að byrja daginn minn á fersku engiferskoti og svo einhverri góðri djúsblöndu. Ég hef líka tileinkað mér að fasta 16/8. Borða þá bara innan 8 klst glugga. Með þessu hefur mér fundist bólgur og verkir í líkamanum minnka og ég nýt þess í botn að djúsa og byrja daginn svona.“

 

 

Ég elska allar æfingarnar í Valkyrjunum. Þær eru stuttar, hægt að einfalda, auka erfiðleikann með lóðum og fjölbreytnin hjá þjálfurunum er frábær. Ég er líka að læra þessa dagana að öll hreyfing er góð fyrir líkamann þá meina ég stuttu göngutúrarnir þegar líkaminn þolir ekki annað er holl þótt það sé ekki sviti og lóð í hreyfingunni þann daginn. 

 

 

 

Ég er enn stöðugt að læra á hugarfarið. Mér þykir svakalega erfitt að vera í þessu veikindaleyfi og oft á tíðum ríf ég mig niður fyrir það, finnst ég bara aumingi að höndla ekki stöðuna betur og viðurkenna fyrir sjálfri mér og öðrum hvað er í gangi. En hugarverkefnin og hugleiðslurnar hjálpa mér gríðarlega til að sjá að ég má gefa mér leyfi til að syrgja þetta ferli, syrgja vinnuna mína og syrgja færnisskerðinguna. Sara, Sylvía og allar hinar Valkyrjurnar eru yndislegar, þær eru hvetjandi, sýna skilning og margar á svipuðum stað og ég.“

 

Svanhvít elskar samfélagið og hefur ekki huga á því að hætta þar. Hugleiðslan sem fjallar um fyrirgefningu er ein af betri hugleiðslum sem hún hefur farið í gegnum.

 

,,Þar lærði ég að fyrirgefa sjálfri mér og öðrum ýmislegt sem ég þurfti að vinna með. Einnig er svo mikilvægt að samþykkja og viðurkenna allar tilfinningar og ekki bæla þær niður. Ef þú átt slæman dag er það allt í lagi, leyfðu þér að fara í gegnum þann dag og finna allar þær tilfinningar sem koma til þín. Reyndu síðan að taka eitt lítið skref sem veitir þér vellíðan og þá léttist lundinn.”

 

 

Eiginmaður, dætur og foreldrar hafa verið einstaklega dugleg að hvetja mig áfram í Valkyrjunum. Þau sjá hvað æfingarnar gera mér gott og hvað ég styrkist og eflist. Þegar ég byrjaði var ég nær 80 kg, ekki að kíló skipti máli en fyrir sjálfstraustið er gott að finna sig styrkjast og missa nokkur kíló þannig að maður verði sterkari og léttari á sér í æfingum. Í dag er ég 67 kg og hef því misst 13 kg síðan ég byrjaði og farið niður um 2 fatastærðir.

Eldri dóttirin gerði oft með mér æfingu í vetur og sú yngri er alveg til í dansinn og teygjurnar. Foreldrar mínir hafa líka séð hvað ég er ánægði í þessu æfingakerfi og fæ ég hrós frá þeim. Ég á líka yndislegar vinkonur sem eru að spyrja og forvitnast um hvað ég er að gera og þá kemst ég á flug við að útskýra hvað Valkyrjusamfélagið er frábært

 

 

 

Hvað hefur þú upplifað helst seinustu mánuði í Valkyrjusamfélaginu? 

 

Ég er að upplifa meiri sátt við sjálfa mig. Ég er að læra að það er allt í lagi að sýna sjálfum sér kærleika og mildi, ég þarf ekki að vera 100% í þessu heilsuferðalagi og það er í lagi að hvíla sig.“ 

 

Svanhvít hefur fundið það með síðustu hugaræfingum hvað þetta hefur skipt hana miklu máli því hún var svo ósátt og reið yfir því hvernig var komið fyrir henni í veikindaleyfinu. Hún er þakklát stelpunum og þjálfurunum fyrir stuðninginn í að finna þessa sátt. 

 

,,Ég get gert þetta, ég mun ná heilsu, ég má gefa mér tíma, það er í lagi að hafa ekki alltaf fulla dagskrá yfir daginn, það er gott að biðja um aðstoð, það má hvíla sig o.fl 

Stuðningurinn á netinu frá öllum þessum yndislegu konum sem eru í Valkyrjunum er geggjaður. Maður upplifir sig aldrei eina, allar spurningar eru ok, peppið er einlægt og ég byrja oft á því á morgnana að lesa yfir allt á Valkyrju síðunni til að bara koma mér í gírinn fyrir daginn.

Svo er það þetta yndislega efni um hugarfarið, það er náttúrulega á heimsmæliklassa þetta efni. Allt sem ég hef nýtt er gott, það er í raun alveg sama hvað maður er að velkjast með þá ert þú með pælingar um það. Eyðublöðin eru líka snilld, falleg og einföld í notkun, hægt að prenta þau út og skrifa á eða bara nota í tölvunni.“

 

Hvaða hindranir hefur þú komist yfir?  

 

Vá hvar á ég að byrja, sem betur fer er ég enn að læra og þykir það gott og gaman. Stærsta hindrunin er hausinn; hvernig ég tala til mín, sigrast á sykurpúkanum, allt eða ekkert hugsanagangur, ég er nóg, það er í lagi að vera ekki á 100 km hraða alltaf hreint, hreyfing er ekki bara sviti og harðsperrur. Ég er endalaust að læra í þessu samfélagi okkar og eru þjálfarar okkar uppfullar af lausnum, leiðum og aðstoð ef maður sér fjall framundan.

 

Hvað er besta heilsuráðið sem þú hefur lært í Valkyrjusamfélaginu og myndir deila til annarra?

 

Skipuleggja tíma fyrir sjálfan sig sama hvort þú gerir æfingu, hugaræfingu, sjálfsumhyggju eða hugleiðslu. Byrja smátt og gefa sér tíma til að finna hvaða skref þú vilt taka og hvað þú treystir þér í.

 

Byrjaðu á einhverju einu sem þú treystir þér til í eina viku – vittu til, um leið og þetta eina er komið í rútínu þá langar þig að taka næsta skref.

Hvert hænuskref leiðir til annars skrefs og allt í einu eru komin fullt af skrefum langt út fyrir þæginda rammann. Ekkert er rangt og þú ert að gera þitt besta, þú ert nóg og mátt vera nákvæmlega eins og þú ert.  Allar tilfinningar eiga rétt á sér, þín upplifun skipta máli, ekki ýta tilfinningum þínum ofan í „bakpokann“ þinn, leyfðu þér að finna allt og vera þakklátur fyrir núið.

Ég elska að gera æfingu úti og það þarf ekki mikið til þess. Í raun þarftu ekki að eiga neitt því allar æfingarnar í Valkyrjunum er hægt að gera bara með eigin líkamsþyngd.

 

 

 

 

Hver er þín uppáhalds minning eða móment á þessum tíma?

Uppáhalds mómentið er þegar ég fattaði að ég var að tala við eldri bróður minn um hreyfingu og

mataræði og umræðan hafði staðið yfir í meira en klukku tíma 😊 hann meira segja fór að hafa áhuga á föstu og grænum boost.”

Allar minningarnar hjá Svanhvíti eru vel skrásettar því samfélagið á vefnum er eins konar dagbók hjá henni, til að sjá hversu langt hún er komin í hennar heilsuvegferð. Einnig heldur hún æfingadagbók sem hún er mjög stolt af og við þjálfararnir elskum að fá að sjá brot úr henni, þessi dagbók er svo falleg, vönduð og hvetjandi! 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hvað mundir þú segja við konur sem eru búnar að vera að hugsa um að breyta lífsstíl en eiga erfitt með að taka fyrsta skrefið?

 

Þú getur þetta ! Þú ert nóg og getur þetta !

 

Spurðu spurninga og fáðu upplýsingar hjá Söru og Sylvíu.

 

 

Kannastu við að vilja forgangsraða hreyfingu og heilsu framar en þú gerir nú þegar, hefur löngunina til að taka þig á og breyta um lífstíl en finnst erfitt að vita hvar þú átt að byrja?

 

 

Fáðu 7 daga ókeypis aðgang að Valkyrjunum!

Þar sem þú færð: Hugarþjálfun sem hjálpar þér að vera besta útgáfan af sjálfri þér 7 daga matseðil gegn sykurpúkanum Myndbönd af heimaæfingum, upphitun og teygjum

Smelltu hér til að prófa ókeypis