Vissirðu að við héldum Sterkari á 16 síðast í september og október á síðasta ári? Þátttakan var frábær og stelpurnar voru hver annarri duglegri að koma sjálfri sér á óvart með andlegum og líkamlegum styrk sem þær fundu í þessum ótrúlega kraftmikla hóp enda allar með tölu ótrúlega hvetjandi fyrirmyndir!

 

Hefurðu verið að gæla við að skrá þig í Sterkari á 16 og gera árið 2019 að besta árinu þínu hingað til? Þá viltu kannski heyra frá stelpunum sjálfum hvað það var nákvæmlega sem Sterkari á 16 gerði fyrir þær!

 


 

Anna Lilja Björnsdóttir er ein þeirra sem tók þátt en hana hafði vantað hvatningu til að hefja heilsuferðalagið sitt og ekki fundið hreyfingu við sitt hæfi. Hún sagði í lok námskeiðsins:

Þetta fyrirkomulag hentar mér mjög vel og ég er ánægð með að hafa fundið hreyfingu sem ég fíla og hentar mér vel. Hugaræfingarnar eru æðislegar, ég hugsa mataræðið 80/20, og það að hafa engin boð og bönn er frábært. Að kveðja efasemdir og bjóða nýjar venjur velkomnar hefur verið yndislegt, eins og „Plan trompar alltaf hvata“, og að hafa grænt á disknum í 50% plús hefur svínvirkað fyrir mig. Á þessu námskeiði nálgumst við heilsuna á svo frábæran hátt – þetta er lífsstíll en ekki átak! Takk fyrir mig

 


 

Þá var önnur sem hafði lengi leitað að heimaæfingum til að gera í fæðingarorlofinu á meðan litla stelpan hennar svaf. Hún var komin með leið á því að gera yogaæfingar á YouTube og vildi færa æfingarnar upp á næsta þrep og byggja upp styrk. Með Sterkari á 16 fékk hún þó miklu meira en fjölbreyttar heimaæfingar heldur sagðist hún hafa fengið algjörlega nýja sýn á hollt mataræði – ekki bara til þess að ná árangri í íþróttum heldur heilsunnar vegna.

Þá væri gott að finna hvernig maður getur verið fyrirmynd í lífinu, ekki eingöngu fyrir börnin sín heldur líka vini, vinnufélaga og fjölskyldu.  Hún sagði að lokum:

Þessi líkami minn hefur gengið í gegnum mun meira en flestir og staðið sig ótrúlega vel þrátt fyrir feita kálfa, læri, upphandleggi og maga eftir síðustu meðgöngu. Hann er sterkur og hefur bjargað lífi mínu oftar en einu sinni. Nú ætla ég að hugsa betur um hann til að hann geti hugsað vel um mig!“

og það er nákvæmlega rétta hugarfarið!

Eigum við það ekki allar skilið – að hugsa vel um líkamann okkar eins og hann hugsar vel um okkur? Við eigum nefnilega að elska okkur eins og við erum, setja okkur markmið um góða heilsu, vellíðan og sátt í hraustum og heilbrigðum líkama.

 


 

Lilja Rut Bech nefndi að eftir Sterkari á 16 væri hún væri orðin mun sterkari, og ekki bara líkamlega heldur andlega einnig. Hugarfarið hennar væri gjörbreytt og hún hugsaði þetta nú sem ferðalag þar sem mikilvægt væri að draga ekki úr sér þegar maður tekur skref út af beinu brautinni því nokkrir dagar til eða frá, máltíð eða munnbiti mun ekki skemma allt.

 

Hún sagði:

Ég hef sjaldan verið á fjarþjálfunarnámskeiði þar sem ég hef fundið svona vel fyrir nærveru þjálfarana. Þær eru til staðar allan tímann sem mér finnst svo geggjað því manni vantar oft mikið aðhald og þær veita það með jákvæðri hvatningu og pistlum sem þær deila með hópnum. Hugaræfingarnar setja einnig svolítið tóninn þarna þar sem Sara leiðbeinir manni við að horfa réttum augum á sjálfa sig – ekki þessi eilífa gagnrýni og niðurrif. Hún fær mann til að kafa djúpt til þess að finna þessa innri hvöt til að verða besta útgáfan af sjálfri sér. Að fara í gegnum Sterkari á 16 er klárlega besta ákvörðun sem ég hef tekið fyrir sjálfa mig!

 


 

 

Eins og við höfum nefnt tekur hver æfing bara um 16 mínútur og þú getur gert hana hvar og hvenær sem er. Hvað sem þú ert að gera í þínu lífi, í fullri vinnu eða engri vinnu, tekur strætó eða eyðir stundum eftirmiðdögunum þínum í bílaröð á Miklubrautinni, með börn sem krefjast mikils tíma og athygli frá mömmu sinni, eða bara að Netflix togar óþægilega fast í þig þá var Jenný Grettisdóttir mögulega á svipuðum stað og þú.

 

Hún hafði þetta að segja eftir Sterkari á 16:

Virkilega flott námskeið og frábært fyrir manneskju eins og mig sem var á pínu krossgötum með hreyfinguna þar sem mér fannst fátt henta mínu heimilishaldi hvað varðar tíma, bæði vegna vinnutíma maka og æfingatíma barna. Að koma sér af stað og finna eitthvað sem hægt er að gera hvar og hvenær sem er er frábært! Ég geri æfingar heima og ef krakkarnir vilja vera með þá er það svoleiðis og allir hafa gaman af! Virkilega vel gert – klapp á bakið á ykkur fyrir kraft, vilja og ástríðu við að hjálpa okkur af stað!!“.

 


 

Hrönn Dís kláraði einnig Sterkari á 16 og hélt svo áfram með okkur í Valkyrjurnar. Hún var ekki að stíga sín fyrstu skref í heilsuferðalaginu, en eitthvað var öðruvísi við hvernig hún nálgaðist hlutina í þetta sinn:

 

Sterkari á 16 bjargaði mér eiginlega bara. Ég var dugleg fyrst þegar ég ákvað að grenna mig en það var ekki nóg, ég missti allan áhuga og byrjaði aftur að fá mér pizzu og svona. En svo kynntist ég HiiTFiT, var með í HiiTFiT áskoruninni og skráði mig í kjölfarið í Sterkari á 16. Allar þessar hugaræfingar hafa hjálpað mér svo mikið.

Ég reyni nú að sjá lausnirnar í öllu og horfi á heilbrigðan lífsstíl með allt öðrum augum. Mér líður mun betur með sjálfa mig, ég er hætt að gagnrýna mig og rífa mig niður að ástæðulausu. Mataræðið mitt hefur einnig batnað til muna – ég horfi nú á matinn sem minn orkugjafa og leitast við að borða næringarríkan mat. Æfingarnar eru frábærar og ég finn hvað ég styrkist og mótast – mér finnst eiginlega ómögulegt ef ég missi úr æfingu! Takk fyrir gott námskeið Sara og María Lind!“

 


 

Ég vil ljúka þessari litlu samantekt á henni Elísabetu Stephensen en hún náði ótrúlega góðum árangri á Sterkari á 16 og hélt svo áfram með okkur í Valkyrjunum. Hún nefndi sérstaklega að hugaræfingarnar væru til jafns við tíma hjá góðum sálfræðingi enda kemur það oft á óvart hversu nauðsynlegt það er að byrja á því að taka til í hausnum á sér til það árangur komi á öðrum sviðum.

 

Ég er ofboðslega þakklát fyrir þetta námskeið. Það hefur hjálpað mér mikið andlega og líkamlega. Á þessum fjórum vikum hef ég styrkst heilmikið, fengið aukið þol, grennst og mér líður bara almennt miklu betur. Hugaræfingarnar eru eins og góður sálfræðingur og gerðu kraftaverk! Með hjálp þeirra hef ég nú aukið sjálfsöryggi og sjálfstraust. Hugurinn hefur ansi oft skemmt fyrir mér en nú er það breytt.

HiiT-æfingarnar eru æðislegar og mér finnst frábært að geta púlað og svitnað á stofugólfinu heima á stuttum tíma þegar mér hentar. Fyrst fannst mér það reyndar svolítið skrýtið, en það vandist mjög fljótt og nú hef ég enga afsökun fyrir því að æfa ekki ef ég nenni ekki í ræktina eða nenni ekki út í þetta skítaveður. Besta námskeið sem ég hef farið á og mæli ég 100% með Sterkari á 16. Frábærir þjálfarar og mikill stuðningur. Takk fyrir mig!“

 


 

Verður þú næsta hvetjandi fyrirmynd?

 

Við hjá HiiTFiT gefum allar okkar hjarta og sál í Sterkari á 16 og viljum að þú finnir fyrir því að við vinnum enga færibandavinnu þegar kemur að þínu heilsuferðalagi. Á þessum fjórum vikum okkar saman finnst okkur mikilvægt að þú verðir stolt yfir árangrinum þínum. Að þú njótir ferðalagsins alls, en einblínir ekki eingöngu á markmiðið – hvert einasta skref er skref í rétta átt.

Við viljum vera til staðar fyrir þig svo þú getir tekið hlutina á þínum hraða og aðstoðum þig við að aðlaga ferlið að þinni getu. Við erum hér til staðar fyrir þín markmið og viljum hjálpa þér að skapa heilsusamlega framtíð út frá þinni sýn – ekki okkar!

Markmið okkar er að þú sért sátt við það hver þú ert, að innan sem og að utan, sért heilbrigð og hraust, finnir stolt og elskir sjálfa þig á hverjum degi!

 

Tryggðu þér sæti í Sterkari á 16!

Við byrjum 18. janúar!

 

Þangað til næst,

María Lind
stuðningsfulltrúi HiiTFit.is
og HiiTFiT teymið!

 

Share This

Áhugavert?

Deildu með vinum!