Það er afmælisvika hjá HIITFIT alla vikuna, þar sem Sara náði 32 ára aldri í gær 😉 Fjúddí fjúdd!!

 

Við stelpurnar hjá HIITFIT höfum svo sannarlega verið að fara í gegnum stormasamt og alls konar áskoranir í persónulega lífinu okkar þetta árið. En við erum þakklátar fyrir það.

 

Við vorum einmitt að ræða það í vikunni hversu mikið þetta ár hefur styrkt okkur. Útaf þessum áskorunum höfum við lært mikið á okkur sjálfar, við höfum notað smásjána og horft djúpt innra með okkur, við höfum þurft að kveðja fórnarlambið og tekið ábyrgð á aðstæðum. Því málið er að það verður engin vöxtur eða lærdómur ef við erum fastar í fórnarlambslutverkinu, spurningar eins og „af hverju er þetta að gerast fyrir mig?“ taka allt powerið þitt í burtu.

 

Spurðu þig frekar spurninga eins og:

,,Hvað er verið að kenna mér núna?“

,,Hvaða eiginleiki þarf að koma fram hjá mér sem ég hef ekki virkjað áður?“

,,Á hverju þarf ég að taka ábyrgð núna?“

,,Hvaða hlutverk spila ég í þessum aðstæðum?“

 

Allir lenda í einhverju yfir ævina, sumir tækla það vel og koma sterkari útúr því, á meðan aðrir láta það stoppa sig eða loka hjartanu sínu.

 

En við erum báðar sammála um eitt, heilbrigður lífsstíll hefur algjörlega bjargað okkur síðasta árið. Við erum svo þakklátar fyrir að vera með góðar venjur sem styrkja okkur í gegnum lífið og áskoranirnar sem við mætum.

 

 

-Hreyfingin gefur okkur orku, andlega og líkamlega. Hjálpar til við fókus, gefur líkamanum gleðihormón og hjálpar okkur að upplifa meiri vellíðan. Hreyfingin styrkir varnirnar þínar, styrkir líkama þinn og bætir þolið þitt. Með sterkum líkama ertu mun betur í stakk búin við að takast á við erfiðleika og hindranir, hvort sem það sé í persónulega lífinu þínu, eða gegn óboðnum gestum eins og veirum.

 

-Hollt mataræði er bensínið okkar, maturinn gefur þér annað hvort orku eða tekur hana frá þér. Þegar þú ert á réttu mataræði fyrir þinn líkama þá upplifir þú eins og þú sért að springa úr orku og að þú getir sigrað heiminn. Þú upplifir mun meiri léttleika innra með þér, sátt, vellíðan og frið.

 

-Hugaræfingar og sjálfsvinna styrkir þína innri veröld. Þú upplifir meiri sjálfstraust og öryggi til þín, þú veist að þú getur komist í gegnum hvað sem lífið hendir í áttina til þín. Þú finnur fyrir andlegum styrk og treystir sjálfri þér betur. Þú hefur meiri trú á sjálfa þig og byrjar að sigra litla púkann á öxlinni. Þú ert með jákvæðara sjálfstal og vinnur í að styrkja sambandið við sjálfa þig og vera þín eigin besta vinkona.

 

-Hugleiðslan hjálpar þér að halda innri frið þrátt fyrir áskoranna í umhverfinu. Þú finnur meiri kyrrð innra með þér og ert í betri tengslum við sjálfa þig. Þú getur fundið innri kraftinn sem þú býrð yfir, bara með því að stoppa og líta inná við. Þú róar taugakerfið þitt og minnkar vond stressáhrif á heilsuna þína. Þú fattar að allt sem þú hefur verið að leita eftir býr innra með þér, í dag. Þú þarft ekki að leita að hamingjunni eða kærleikanum, hann er þarna nú þegar, þú þarft aðeins að læra að sjá og finna hann.

 

Þetta er ástæðan fyrir því að við hugsum vel um heilsuna okkar. Það tengist ekki því að komast í neina fatastærð eða að vera með six pack. Þetta snýst um svo miklu, miklu meira og dýpra en það. Heilbrigður lífsstíl hefur gert okkur kleift að fara í gegnum síðustu mánuði á góðan hátt og komið ennþá sterkari úrúr þeim. Það gerir okkur kleift að lifa orkumiklu og skemmtilegu lífi, sem er fullt af ævintýrum, gleði, útiveru, leik og vellíðan. Það styður okkur í gegnum erfiðu tímana og hjálpar okkur að fara sterkar í gegnum lífið.

 

Þessa vikuna erum við með afmælistilboð fyrir þær sem vilja prófa Valkyrjurnar og bjóðum 32% afslátt af fyrsta mánuðinum með afsláttarkóðanum „32“

 

Smelltu hér fyrir allar upplýsingar um Valkyrjurnar

 

Segðu okkur endilega, af hverju vilt þú hugsa um heilsuna þína?

Hefurðu verið að hugsa þetta svona, eða yfirleitt farið í átak til að grennast?

 

Heilsukveðja

HIITFIT teymið