Við hjá HIITFIT elskum að veita innblástur og hvetja konur til að hugsa betur um andlegu og líkamlegu heilsuna sína. Við sjáum það á hverjum degi í gegnum heilsusamfélagið og í okkar eigin lífi hvað tilveran verður auðveldari, bjartari og orkumeiri þegar við setjum okkur sjálfar í fyrsta sæti og hugsum vel um líkama og sál. 

Ég fór að velta því fyrir mér hvað þér finnst áhugavert að lesa eða læra um og hvað veiti þér innblástur. Í stað þess að giska þá langaði mig að spyrja þig beint út. Það væri frábært að heyra frá þér, hvað langar þig að læra meira um og hvaða efni hjálpar þér mest þegar kemur að heilbrigðum lífsstíl?

Það hjálpar okkur að styðja við þig, þannig að þú fáir reglulega efni sem þú elskar.

Ég kíkti inná heimasíðuna og skoðaði vinsælustu greinarnar frá upphafi. Það var gaman að sjá hvað hefur gripið fólk, en reynslusögur og uppskriftir virtust slá mikið í gegn.

 

Hér sérðu 10 vinsælustu greinarnar frá upphafi:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ath að margar greinarnar innihalda gamla linka sem virka ekki lengur. 

Vonandi gefur þetta þér innblástur, hugmyndir og hvatningu inn í vikuna þína. 

Við hlökkum til að heyra frá þér, sendu okkur þínar hugmyndir á hiitfit@hiitfit.is