Núna skiptir öllu máli að styrkja sínar innri varnir, ónæmiskerfið þitt er það sem mun hjálpa þér að berjast gegn öllum óboðnum gestum, þannig ég hvet þig til þess að hugsa extra vel um sjálfa þig næstu vikurnar (og helst áfram).

Ég tók saman nokkur ráð og skref sem hjálpa þér að styrkja ónæmiskerfið þitt. Ég vona að það nýtist vel og deildu því endilega áfram með vinum og fjölskyldu. Við erum öll almannavarnir.

 

Innri friður og ró skiptir lykilmáli

Stess og álag hefur bælandi áhrif á ónæmiskerfið og þú ert ekki eins vel í stakk búin til að berjast gegn veirunum sem gætu bankað uppá, á komandi vikum.

Settu andlega líðan í forgang og stundaðu núvitund og hugleiðslu daglega.

Mundu að þú ert yfirleitt af fá áhyggjur lánaðar frá framtíðinni. Þetta er ástand sem þú skapar innra með þér og er ekki til í raunveruleikanum og mun hugsanlega aldrei verða að veruleika. Passaðu að leyfa huganum ekki að búa til sögur, spár eða “hugsanlegar útkomur” sem valda þér bara stressi og vanlíðan. Verndaðu þinn innri heim og endurtaktu uppbyggjandi möntrur eins og:

,,Þetta er bara tímabil”

,,Það fer allt vel”

,,Ég er sterkari en ég held”

,,Ég er heilbrigð, hraust og glöð”

Nýttu þér þessa hugleiðslu eins oft og þú þarfnast

Fáðu nóg af C, B6, E og D vítamínum

C vítamín er eitt af því sem styrkir ónæmiskerfið okkar gríðarlega og skortur af því veikir varnirnar þínar og gerir þig líklegri til að veikjast eða verjast gegn óboðnum gestum. C vítamín er vatnsleysanlegt vítamín og geymist það því ekki í líkamanum þínum í langan tíma. Mikilvægt er að borða daglega C vítamínríka fæðu.

Rauðar paprikur eru virkilega háar í C vítamíni og í raun margfalt hærri en appelsínur. Hérna sérðu m.a nokkrar fæðutegundir sem eru ríkar í C vítamíni sem ég hvet þig til þess að borða daglega.

 

B6 styður við ónæmiskerfið okkar og E vítamín er andoxunarríkt og hjálpar líkamanum að berjast við sýkingar. Borðaðu reglulega hnetur, fræ, spínat og kjúklingabaunir, en þær fæðutegundir innihalda B6 og E vítamín

Fullkomið snarl þessa daganna væri niðurskorið grænmeti (rauð paprika) með hummus. 

 

 

Passaðu að fá nóg af D vítamíni, það er gríðarlega mikilvægt uppá marga ferla líkamans og skortur á því tengist m.a veiki ónæmiskerfi. Rannsókn frá 2010 sýndi fram á að það minnkaði lýkur á inflúensu hjá skólabörnum að fá amk 1200 IU af D vítamíni á dag. 

Hér sérðu fæðu sem er rík af D vítamíni

 

Fersk og hrein fæða er málið núna, ef þú borðar fjölbreytta og holla fæðu ættir þú að vera örugg um að uppfylla alla næringarþörf líkamans.

Einnig gæti verið góð hugmynd að nota hvítlauk og engifer reglulega til þess að styðja enn betur við ónæmiskerfið þitt.

 

Prófaðu þennan gómsæta boost

C vítamínríkur spínat og mangó boost

Innihald:

  • 2 bollar ferskt spínat
  • 2 bollar kókosvatn
  • 1 appelsína, skræld og án steina
  • 1 bolli mangó í bitum
  • 1 frosinn banani
  • 1 lítið avókadó
  1. Settu allt í góðan blandara og mixaðu vel saman.

 

Fáðu nægan svefn og vatn

Vertu dugleg að fara að sofa snemma, þetta er ekki tíminn til að hanga yfir Netflix, skrolla Facebook eða hanga yfir Covid fréttum lang frameftir kvöldi.

Vertu ávallt með vatnsbrúsa við höndina og vertu dugleg að drekka. Takmarkaðu drykki sem þurrka upp líkamann, eins og áfengi (og of mikið kaffi (niðurstöður rannsókna misvísandi)).

Ef þú átt til að gleyma þér stilltu klukkuna á símanum þínum nokkrum sinnum yfir daginn sem áminningu og drekktu þá 1 stórt vatnsglas í einu.

 

Hreyfðu þig!

Við vitum öll að hreyfing er mikilvæg fyrir heilsuna en málið er að hún hefur gríðarleg áhrif á ónæmiskerfið þitt líka. Þú þarft ekki nema 20-40 mín daglega til að uppskera ávinninga hreyfingar og ég hvet þig til þess að prófa stuttar heimaæfingar.

Þegar þessi grein er skrifuð hefur flestum líkamsræktarstöðum í Danmörku verið lokað og ég væri ekki hissa ef það mundi gerast á Íslandi fljótlega.

Hér kemur ein heimaæfing sem þú getur prófað. Einnig deilum við reglulega heimaæfingum og efni um heilsu inná lokuðu grúbbunni okkar og svo getur þú nálgast frítt efni hér.

 

4 umferðir
30 sek vinna hver æfing
1 mín á milli umferða

  1. Öfug burpees (ef þú nærð ekki að standa upp rúllaðu án þess að standa upp)
  2. Tuck jump (Hér getur þú gert venjulegt hnébeygjuhopp)
  3. Mountain climbers
  4. Mountain climber side by side
  5. Skógarhöggsmaðurinn

 

Munum að þetta er tímabil og við munum komast í gegnum það. Það besta sem við getum gert er að sýna samstöðu og ró, því ótti og stress mun aðeins gera stöðuna verri. Einblínum á kærleikann, notum þennan tíma til að byggja okkur upp og fókusa á það sem skiptir mestu máli í lífinu. Sýnum náunganum umhyggju og hjálpumst að, því við erum sterkari saman.

Segðu mér endilega hvað þú ætlar að einblína á næstu vikurnar

Það er alltaf gaman að heyra frá þér…

Ef þér líkaði samantektin og fannst hún nytsamleg hvet ég þig til þess að deila henni áfram

 

Heilsukveðja

 

 

ÍAK einkaþjálfari og heilsumarkþjálfi